Skírnir - 01.01.1986, Page 165
SKÍRNIR
UM GÍSLS PÁTT ILLUGASONAR
161
umgangast hann (t. d. Hákonar á Forborða og gæzlukonunnar),
vinnur hann einnig samúð lesandans fremur en óskoraða aðdáun
hans.
Snertipunktur þeirra Jóns og Gísls er einungis mál hins síðar-
nefnda, og aldrei yrða þeir hvor á annan. Svipuðu máli gegnir
raunar um samband Jóns við Teit og þann hóp íslendinga, sem
getið er um, því að Jón virðist hvergi koma nærri ráðabruggi
þeirra. í höfuðdráttum eru þeir Jón og Gísl gerólíkir. Gísl er
maður athafna og lífsorku, en ræðusnillingur á borð við Jón, sem
er sannkallaður meistari orðsins, er hann ekki.
í þættinum má greina nokkurn stíganda í lýsingum á málsnilld
Jóns. í fyrstu er gefið óbeint í skyn, að Jón hafi beitt áhrifum sín-
um við biskup, sem aftur fær konung til að fresta aftöku Gísls. Því
næst hlýðum við á Jón tefla sannfæringarmætti sínum fram gegn
Magnúsi konungi á dómþinginu, og loks er þess getið, að Jón
söng yfir Sigurði ullstreng sjúkum og læknaði hann. Hvað Jón
prestur sagði við drottin, vitum við hins vegar því miður ekki.
í ræðu þeirri, sem Jón prestur flytur á dómþinginu, birtist ekki
einungis trúarvissa hans, heldur einnig herkænska, sem sérhver
verjandi í réttarsal mætti vera stoltur af. Andstæðingi Jóns, Sig-
urði ullstreng, verða á mistök, og Jón er ekki lengi að notfæra sér
þau. Sigurður krefst þess að drepnir séu tíu íslendingar fyrir víg
Gjafvalds, en þar með spennir hann bogann of hátt. Nú snýst mál-
ið ekki lengur um Gísl einan, enda minnist Jón varla á hann, held-
ur ræðst gegn Sigurði og kröfu hans. Allt í einu stendur því val
konungs um það eitt, hvort hann vill ganga að kröfu Sigurðar og
drepa saklausa menn eða sýna réttlæti og miskunn og láta málið
niður falla. Loks er Jón ófeiminn talsmaður þess valds, sem æðra
er konungi, og Jón kann að beita því valdi. Til dæmis þérar hann
konung í upphafi ræðu sinnar: „Nú mun yðr, herra“34, en þegar
nær dregur hámarki hennar, lætur Jón sér nægja að þúa hann:
„Nú ef þú“35, enda stendur konungur þá líkt og sökudólgur milli
tveggja elda og verður að auki að velja á milli þeirra.
Um sálarlíf þeirra Jóns Ögmundarsonar og Gísls er þátturinn
fátækleg heimild. Ekkert í þá veru sést til Jóns, og aðeins einu
sinni fáum við að skyggnast inn í hugarfylgsn Gísls, þar sem hann
situr í fjötri sínum og reynir að kveða í sig kjark. í þessu tilliti hef-
11 — Skírnir