Skírnir - 01.01.1986, Síða 166
162
MAGNÚS FJALLDAL
SKlRNIR
ur Magnús konungur hins vegar nokkra sérstöðu, þar eð lesand-
inn á þess kost að fylgjast með honum í því sálarstríði, sem jafnan
fylgir erfiðri ákvörðun. í fyrstu er þessi ákvörðun þó einfalt mál,
og konungur skipar, að Gísl skuli tafarlaust drepinn, en margt
verður til að hindra framkvæmd þess. Nauðugur viljugur virðir
konungur nónhelgina fyrir orðastað biskups, þótt ekki mildi hún
hug hans. Ósk Gjafvalds um grið til handa Gísl svarar konungur
heldur torrætt („Bezta ferr þér“),36 en ekki verður séð af orðum
hans þá eða síðar, að afstaða hans sé í neinu breytt. Ræða Sigurð-
ar ullstrengs á þinginu undirstrikar svo enn betur, hvernig öll
spjót standa á konungi með eða á móti ákvörðun hans. Nú finnst
Magnúsi konungi nóg komið. Hann er langsaddur andmæla og
vill leyfa orðum Sigurðar að standa, eins og sjá má af svari því,
sem konungur hreytir til Teits, þegar Teitur beiðir sér máls: „Fyr-
ir engan mun vil ek þér leyfa at mæla, því at pll þín orð, þau er þú
mælir, munu mikit spilla, ok væri makligt, at ór þér væri skorin
tungan“.37 Jón prest telur konungur sig ekki þurfa að óttast, enda
fær Jón greiðlega orðið. En hafi Magnús konungur átt von á ein-
hverju skaðlausu mærðarmjálmi, verður hann fyrir vonbrigðum.
Þó er konungur of stoltur til að viðurkenna, að sætt hans við Gísl
sé fyrir tilverknað Jóns, heldurþakkarhannhanaGjafvaldi. Litlu
síðar brýtur konungur þó odd af oflæti sínu og það rækilega, þeg-
ar hann segir við Jón: „Vel virðisk mér þitt formæli; hefir þú af
guðs hálfu talat; vilda ek gjarna vera undir þínum bœnum, því at
þær munu mikit mega við guð, því at ek trúi, at saman fari guðs
vili ok þinn,“38 og tekur þar með af öll tvímæli um þátt Jóns í mál-
inu.
IV. Boðskapur Gísls þáttar
Bæði Sigurður Nordal og Marlene Ciklamini eru á einu máli um
ágæti þáttarins, þótt þau séu ósammála um tilgang höfundar. Eins
og ég hef áður vikið að telur Nordal þáttinn til dýrðar Jóni, en
Ciklamini virðist einna helzt skynja þar lofsöng um hetjuskap
Gísls. Mér finnst hins vegar vera nokkurt ósamræmi milli skiln-
ings þeirra á boðskap þáttarins og fullyrðinganna um ágæti hans,
þar sem æði miklu efni sýnist hreint og beint ofaukið á hvorn
veginn, sem lesið er. Sé þátturinn Jóni til dýrðar, eru hinar ná-