Skírnir - 01.01.1986, Síða 167
SKlRNIR
UM GÍSLS ÞÁTT ILLUGASONAR
163
kvæmu lýsingar á ætt og uppruna Gísls, för hans til Noregs, vígi
Gjafvalds o. s. frv. líkt og kvistir í fjöl. Á hinn bóginn skyggir
hlutverk Jóns fullmikið á hetjuskap Gísls, ef boðskap höfundar er
þar að finna.
Um hvað er þá Gísls þáttur, fyrst hvorugur þessara einstak-
linga uppfyllir þær kröfur, sem gera verður, til að þátturinn sé
honum til heiðurs? Svarið hlýtur að felast í einhverju, sem þeim
Jóni og Gísl er sameiginlegt, fremur en ágæti þeirra sjálfra. En
hvað er það, sem tengir þá Jón og Gísl?
Ef við skoðum nánar þau minni, sem fram koma í þættinum,
þ. e. a. s. föðurhefndina og samheldni íslendinga, er Ijóst, að í
þeim báðum felst viss boðskapur um skyldur einstaklingsins við
þá heild, sem hann er hluti af. Annars vegar er skylda sonarins að
hefna föður síns, sem er jafnframt skylda hans við ættina, en hins
vegar er skylda íslendinga við samfélag sitt, sem hér birtist í
stuðningi við landa á erlendri grund. Þar sem þeir Jón og Gísl
tengjast hvor sínu minni, finnst mér eðlilegt að líta svo á, að
tengsl þeirra felist í skyldurækni þeirra beggja, þótt með ólíku
móti sé.
Á Gísl hvílir sú skylda að vinna tiltekið verk, þótt það geti kost-
að hann lífið. Réttmæti þessarar skyldu virðist svo augljóst, að
Gjafvaldur, sem þó verður að gjalda hennar með lífi sínu, viður-
kennir hana fyllilega, sbr. orð hans við konung: „biðja vil ek, at
þér gefið Gísli grið, því at skgruliga hefir hann hefnt síns
fgður.“39 í augum íslendinga þeirra, sem hjálpa Gísl, er hefnd
hans svo sjálfsögð, að á réttmæti hennar er aldrei minnzt og síðast
en ekki sízt má túlka úrskurð konungs í máli Gísls á þá lund, að
hann viðurkenni þennan rétt hans.
Ekki verður af þættinum ráðið, að kirkjunnar þjónn, Jón Ög-
mundarson, eigi í neinu sálarstríði vegna afskipta sinna af máli
Gísls. Af sjónarhóli kirkju og kristindóms mætti þó ætla, að Jóni
presti bæri að fordæma slíkan heiðindóm sem blóðhefnd, en það
gerir hann ekki. Jón setur greinilega þá skyldu að hjálpa landa
sínum ofar allri trúarlegri fordæmingu. Þetta atriði verður að hafa
í huga til þess að skilja, hvers vegna Jón sneiðir hjá því að minnast
á Gísl eða verknað hans í ræðu sinni. En þótt hlutur Jóns sé
mikill, er skyldurækni Teits og annarra íslendinga við Gísl samt