Skírnir - 01.01.1986, Page 173
SKÍRNIR
ARISTÓTELES OG SNORRI
169
miðil, sem yrkir af innblæstri úr goðheimum. Aristóteles og Hór-
az litu frekar á skáldið sem andlegan handverksmann, sem gæti
að miklu leyti lært íþrótt sína með ástundun náms og með þjálfun.
Skáldið var doctus poeta („lært skáld“), eins og Hóraz kemst að
orði.6 En þær bókmenntir og sú list, sem þessir lærifeður höfðu
sérstaklega í huga í kenningum sínum, voru þær bókmenntateg-
undir, sem þá voru í mestum hávegum hafðar: söguljóðið, gam-
anleikurinn og framar öllu harmleikurinn. En óhjákvæmileg for-
senda þess, að sjónleikurinn næði til áhorfenda, var opinbert
leiksvið, sem dró að sér fjölmenni. í grísku og rómversku borgun-
um var þó annar samkomustaður enn fjölsóttari. Það var forum,
torgið, þar sem ræðumenn iðkuðu íþrótt sína, jafnt í pólitískum
kosningum sem málaferlum. Mælskulistin (retóríkin) var þess
vegna listgrein og vísindagrein sem var enn mikilvægari en skáld-
skaparfræðin (póetíkin). En hvortveggja, skáldskaparfræðin og
mælskulistin, náðu aðallega til beitingar máls og hugsana. Þess
vegna voru takmörkin milli þessara tveggja fræðigreina óskýr
þegar hjá Forngrikkjum.7
Þá er hin fornu borgarsamfélög Grikkja og Rómverja liðu und-
ir lok, og sveita- og bændamenning miðaldanna varð ofan á í
Norðurálfu, hurfu líka tvær meginforsendur hinna fornu mennta,
skáldskaparfræða og mælskulistar, leiksviðið og ræðupallurinn á
torginu. Á fyrri hluta miðalda er það einkum kirkjan, sem safnar
að sér allri fræða- og listastarfsemi. í staðinn fyrir leiksvið og torg
verður kirkjubyggingin helsti samkomustaðurinn, þar sem al-
menningur og fulltrúar hinnar hefðbundnu kristnu menningar
hittast. Prédikunarstóllinn og bókin verða langmikilvægasti vett-
vangur trúarlegrar og menningarlegrar boðunar. Prestsmenntun
og latínukunnátta verða eini lykillinn að alþjóðlegri hámenningu.
Skólar á biskupssetrum og í klaustrum eru nú óhjákvæmilegt skil-
yrði fyrir því að þessi hámenning gangi í erfðir. 1 skólum miðalda
var námsefni skipt í tvennt: þríveginn - trivium - sem veitti al-
menna menntun og fjórveginn - quadrivium - þar sem menn
hlutu sérstaka prestsmenntun.
í þessum skólum tóku hinar forngrísku og rómversku náms-
greinar, skáldskaparfræði og mælskulist, sem voru upprunalega
tengdar leiksviðinu og ræðupallinum, stakkaskiptum þannig að