Skírnir - 01.01.1986, Page 174
170
HALLVARD MAGERÖY
SKÍRNIR
þær urðu að leiðbeiningum um niðurskipan og stíl hinna rituðu
latínutexta.
Bókmenntir kirkjunnar voru aðallega messusöngsbækur með
tilheyrandi söngtextum, prédikanir, heilagra manna sögur og
fræðibækur um margs konar efni. Hinar veraldlegu bókmenntir á
latínu voru öðru fremur sagnfræðiverk, annálar, bréfabækur og
skrár.
í neðri bekk skólanna mynduðu þrjár aðalnámsgreinar þrí-
veginn: málfræði (grammatík), mælskufræði (retórík) og þrætu-
bók (díalektík).8 Skáldskapur var stundum talinn hluti af mál-
fræðinni, stundum af mælskufræðinni.9 Mælskufræðin fól í sér
reglur um hvernig ætti að skreyta ritað mál með ýmiss konar stíl-
brigðum. Þessar reglur höfðu líka mikil áhrif á hina föstu skipan
opinberra bréfaskrifta, sem varð til á þessum tímum.10
í þessu sambandi er sérstaklega athyglisvert, að kenningar þær
sem haldið var fram í skólum um mælskufræði urðu mjög mikil-
vægur þáttur í hinni nýju skáldskaparfræði miðaldanna, sem birt-
ist í handbókum frá tólftu og þrettándu öld.11 Helstu höfundar
þessara miðaldabóka um skáldskaparfræði voru þeir Matthæus
frá Vendöme (á Frakklandi): Ars versificatoria (frá seinni hluta
12. aldar), Gottfred frá Vinsauf (á Englandi): Poetria nova og
aðrar bækur (frá hér um bil sama tíma), Gervasius frá Melkley (á
Englandi): Ars versificaria (um 1200) og Eberhard „hinn þýski“:
Laborinthus (13. öld). Þær bókmenntir sem lágu þessum hand-
bókum til grundvallar, höfðu venjulega ljóðform.
í þessum bókum má finna reglur um byrjun og lok bókmennta-
verks, um aukningu (amplificatio) eða styttingu, um þrjár stílteg-
undir, sem voru arfur frá mælskulist Forngrikkja og Rómverja
(„hinn hái stíll“, „miðstíllinn“ og „hinn lági stíll“), um tropi
(myndmál), figurae (reglubundnar breytingar á orðaröð) og ann-
að málskraut. Almennt sérkenni þessara handbóka, eins og
mælskukennslunnar í skólum, var einhliða áhersla á hið ytra form
textanna, ekki síst á smásmuguleg stílbrigði. Nöfn þeirra og skil-
greining á þeim var arfur frá hinni klassísku fornöld og hafa þau
lifað góðu lífi í kennslubókum til þessa dags, ekki aðeins í
kennslubókum í latneskri stílfræði, heldur og kennslu- og upp-
sláttarbókum um almenna skáldskapar- og stílfræði. Nú á dögum