Skírnir - 01.01.1986, Page 177
SKÍRNIR
ARISTÓTELES OG SNORRI
173
um eins og viti, en þess í stað varð hún tignarlegur minnisvarði
deyjandi menningararfs.
Snorra-Edda skiptist í þrjá meginhluta, Gylfaginningu, Skáld-
skaparmál og Háttatal. Milli erinda í Háttatali eru greinar í lausu
máli, þannig að Háttatal allt má kalla samfellda bragfræði. Um
hrynjandi hinna einstöku vísuorða segir Snorri þó ekkert, og það
er raunar ekki ýkja langt síðan fræðimenn uppgötvuðu þær reglur
sem haldnar höfðu verið í því efni.
Allir þrír hlutar Snorra-Eddu eru byggðir á norrænum menn-
ingararfi. En eins og áður er sagt, virðist einnig vera samhengi
milli Snorra-Eddu og hins alþjóðlega lærdómsarfs vestrænna
þjóða. Menn hafa tekið eftir að goðafræði Gylfaginningar er vaf-
in í umbúðir þeirrar skynsemishugsunar og skýringar á uppruna
goðsagnanna sem menn nefna „evhemerisma", eftir hinum
gríska heimspekingi Evhemeros, er var uppi um 300 fyrir Krists
burð. Áður er nefnt að bragfræði Snorra í Háttatali samsvari að
nokkru leyti kennsluefni miðalda í málfræði. Á sama hátt má
segja að Skáldskaparmál, sem fjalla um þá tilbreytni skáldamáls-
ins sem nefnist kenningar, samsvari kennslunni í mælskulist.
En það má líka finna aðrar samsvaranir milli Snorra-Eddu og
hins latneska bókmenntaarfs. Eins og í latneskum lærdómsritum
er í Snorra-Eddu sérstakur inngangskafli, prologus. í honum
tengir Snorri norræna goðafræði við hina alþjóðlegu og viður-
kenndu heimssögu miðalda, með Biblíuna og Hómer í baksýn.
Einnig er það áhugavert að tveir meginhlutar Snorra-Eddu,
Gylfaginning og Skáldskaparmál, eru samtöl tveggja persóna,
díalogar. Allt frá dögum Platóns hafði slíkt samræðuform verið
mjög algengt í lærdóms- og fræðsluritum, svo sem í guðfræðirit-
inu Elucidarius, sem var þýtt á íslensku á 12. öld, eða í Konungs-
skuggsjá, sem menn hafa talið samda í Noregi á 13. öld.
Samkvæmt þessu virðist unnt að slá því föstu, að hvorttveggja,
sú hugmynd að búa til kennslubók um skáldamál og skáldskapar-
hætti, og sjálft ritgerðarformið, með lærðan inngang og framsetn-
ingu í samræðuformi, marka Snorra-Eddu vísan stað í evrópsk-
um bókmenntum og fræðsluritum, sem eiga rætur að rekja allt
aftur til fræðikenninga Forngrikkja og Rómverja.