Skírnir - 01.01.1986, Page 179
SKÍRNIR
ARISTÓTELES OG SNORRI
175
höfundur fær ekki rakið nema einn þátt í senn.21 Um þetta eru
mörg skýr dæmi í þekktustu fornsögum, svo sem Sverris sögu,
Heimskringlu og Njálu. Sögur eru líka oft styttar í eftirritum eða
aukið í þær, og sumar viðbætur eru svo sjálfstæðar að menn telja
þær sérstaka bókmenntategund, hina svonefndu „þætti“.
í þessari óbundnu frásögn,22 sem gætir ekki aðeins í sögunum,
heldur líka í hetjukvæðum Eddu-safnsins og víðar í miðaldabók-
menntum, kemur einnig oft fyrir að efnið er ekki skýrt afmarkað
frá öðrum frásögnum. í sögu kann að vera bent á atriði, sem sagt
er frá í annarri sögu, og aðalpersónur koma margsinnis við fleiri
sögur en eina. Sagnahöfundar gera venjulega ráð fyrir að lesend-
ur kunni góð skil á sögum og persónum. Þess vegna er oft ógern-
ingur að skilja öll atriði sögu, ef maður þekkir ekki til annarra
sagna.
Þar sem sögurnar voru ekki leikrit, sem áttu að gerast á tilteknu
tímabili, komu að sjálfsögðu hinar þekktu klassísku kröfur, sem
Aristóteles hélt þó ekki fram, um einingu í tíma og rúmi ekki til
greina.
Einn aðalmunurinn á sagna- og harmleikjaskáldskap Forn-
grikkja og Rómverja annars vegar og íslenskum fornsögum hins
vegar er sá, að hetjur Grikkja og Rómverja segja oft frá hugsun-
um og tilfinningum sínum í löngum og orðmörgum tilsvörum,
stundum langdregnum einræðum, en íslensku sögurnar eru á
hinn bóginn frægar fyrir meitlað form, úrdrætti og hnitmiðuð
tilsvör. Og að sjálfsögðu er sá meginmunur á, að sögurnar eru í
lausu máli, en skáldverk þau, sem Aristóteles og Hóraz fjalla um,
í bundnu máli.
Bandaríski fræðimaðurinn Carol Clover hefur lagt sérstaka
áherslu á andstæðuna milli íslenskra sagnabókmennta og kenn-
inga hinna grísku og rómversku lærifeðra. Hún segir: „Það er nú
ljóst, að engin íslensk saga fullnægir kröfu Aristótelesar um ein-
ingu,“ og hún heldur áfram: „Ef sögurnar eru bornar saman við
hið klassíska mynstur verður hið gagnstæða helst uppi á teningn-
um.“23 Carol Clover hefur gert margar skarplegar athuganir í
þessu sambandi. Samtfinnstmérþettaveraofsagt. Satterþað, að
íslenskar sagnabókmenntir eru í aðaldráttum miðaldabókmennt-
ir og með flestum sérkennum þeirra, en í eðli sínu gagnstæðar