Skírnir - 01.01.1986, Page 180
176
HALLVARD MAGERÖY
SKÍRNIR
hugsjónum Forngrikkja. En mér finnst, ef gerr er gáð, að ýmis-
legt sé einnig líkt með sögunum og kenningum hinna klassísku
lærifeðra. Ég ætla nú að benda á nokkuð af því sem líkt er. En um
leið er rétt að taka fram, að þessar samsvaranir eru hvergi full-
komnar, eins og vænta má.
Hin innri eining
Það segir sig sjálft, að ekki verður gerð sama krafa um innri ein-
ingu og samræmi í leikriti og í sögu, sem nær yfir langt tímabil og
gerist á víðáttumiklu svæði. Frásögnin í sögunum flyst oft frá ein-
um stað til annars, og í henni má sleppa úr löngum tímabilum,
samanber orðalagið: „Nú er kyrrt um hríð.“ En þrátt fyrir þennan
grundvallarmun eru til sögur sem eru mjög skýr dæmi um einingu
og fast samhengi atburða og framsetningar. í einni sögu er þessari
kröfu framfylgt á sérstaklega rökfastan hátt. Það er í Banda-
manna sögu (M-gerð). í henni eru allir liðir frásagnarinnar nauð-
synleg skref, sem geta ekki staðið í annarri röð, eins og atburða-
rásin er að hátindi sögunnar: hinum fullkomna sigri Ófeigs karls
á bandalagi stórhöfðingjanna. Og lokakaflarnir tveir, þar sem
sagt er frá brúðkaupi kolbítsins Odds og hinum aumlega dauða
aðalníðinga sögunnar, eru snar þáttur sigursins.24 í Bandamanna
sögu er einnig alls staðar aðeins sagt frá einni rás viðburða, ekki
fleiri, sem verða samhliða.
Flænsa-Þóris saga er ekki jafn knöpp og þanin sem Banda-
manna saga, en fullnægir samt kröfu Aristótelesar um efnisein-
ingu í meginhluta sögunnar, allt að fimmtánda kapítula.
Önnur saga, þar sem einingin er næstum jafnmikil og í
Bandamanna sögu, er Hrafnkels saga. í henni er þó inngangs-
kapítuli sem er í fremur losaralegum tengslum við aðalsöguna og
einnig er réttri tímaröð lítils háttar raskað á tveimur stöðum, og
loks hneigist höfundur til að bæta inn í frásögnina stuttum skýr-
ingargreinum.
Aðalgerð Gunnlaugs sögu er einnig knöpp og sjálfri sér
samkvæm. En í henni kveður samt meira að almennum forn-
sagnaeinkennum, svo sem skýrum dæmum um tvöfalda atburða-
rás og innskotsköflum sem eiga ekkert erindi í aðalsöguna.
Allar þessar sögur eru taldar vera tiltölulega ungar, frá seinni