Skírnir - 01.01.1986, Page 184
180
HALLVARD MAGERÖY
SKÍRNIR
verður hluti sagnanna gerist líka kringum kristnitökuna. Kristni-
tökunnar er þá alltaf getið á jákvæðan hátt, og til eru margar frá-
sagnir um kristna trú einstaklinga. Kristnin ræður niðurlögum
margra villimannslegra siða úr heiðni, og gott hjartalag og fyrir-
gefning er vegsamað. Þó er athyglisvert, hve sjaldan við lesum í
sögum, að hinn almáttugi guð kristninnar eða djöfullinn skerist í
leikinn. Nálega allt, sem gerist, er afleiðing af gjörðum jarð-
neskra manna, andstætt því sem lesið verður um í kirkjulegum
ritum frá sama tíma, ekki síst heilagramanna sögum, þar sem guð
eða dýrlingur birtir án afláts jartegnavald sitt. Það virðist mjög
erfitt að komast hjá þeirri ályktun að að baki hinum veraldlegu
sagnabókmenntum standi meiri eða minni skynsemishyggja, sem
forðist þá sögutúlkun kirkjunnar, sem trúgirni setti mark sitt á.
Og einnig hér er það Snorri Sturluson, sem ber af öllum. Þrátt fyr-
ir alla lotningu sína fyrir guðspjöllunum var Snorri fulltrúi
skynsemis- og gagnrýnisstefnu í meðferð sögulegra heimilda og
arfsagna, og reyndi að taka jarðneskar skýringar fram yfir jar-
tegnir.
í konungasögum Snorra má segja að skynsemis- og gagnrýnis-
stefnan sé sérstaklega áberandi. í íslendingasögum er aftur á móti
ljósara að aðalmarkmið höfundanna hefur ekki verið að líkja eft-
ir hinum hversdagslega veruleika, heldur að fanga hugann og
gera söguna skemmtilega. Það sést meðal annars á því, að þeir
gátu oft hagnýtt sér frásagnir, sem smásmugulegur fræðimaður
nú á dögum teldi „ósennilegar“ eða „óeðlilegar" í því skyni að
skemmta lesendum.
Sérstaklega vinsælt bragð af þessu tagi er að skjóta vísum eða
kvæðabrotum inn í atburðarás sögunnar. Þessar vísur eru oftast
undir dróttkvæðum hætti. Sá háttur hefur svo flókna orðaröð og
stundum orð sem eru svo óvenjuleg og myrk, að dróttkvæð vísa
er einatt óskiljanleg, nema hún sé tekin upp í góðu næði af sér-
fróðum mönnum. En lesendum og áheyrendum fornsagnanna
þóttu bersýnilega þess konar vísur mjög skemmtilegar, og menn
hafa haft gaman af tilraunum sínum til að botna í þeim. Þennan
áhuga á flóknum dróttkvæðum vísum má bera saman við það
gaman sem nútíma vikublaðalesendur hafa af myndagátum og
krossgátum.