Skírnir - 01.01.1986, Page 186
182
HALLVARD MAGERÖY
SKÍRNIR
konungur bað íslendinga gefa sér Grímsey. Og aðalandstæðingi
Ólafs konungs meðal norskra höfðingja, Erlingi Skjálgssyni á
Sóla, er lýst með jafn mikilli samúð og konungi sjálfum.
Krafa um samkvæmni í eðlisfari persónanna
í leikriti er að sjálfsögðu mikilvægt að hver persóna haldi sér-
kennum sínum, þannig að áhorfendur þekki hana aftur í hvert
skipti sem hún kemur fram á sviðið. Þess vegna lögðu þeir Aristó-
teles og Hóraz ríka áherslu á að aðalpersóna í Ieikriti væri sjálfri
sér samkvæm allan tímann. Þetta var eðlilegt og sjálfsagt, ef kraf-
ist var að atburðir leikritsins væru leiddir til lykta innan eins sól-
arhrings.37 En þetta sama einkenni finnum við í raun og veru í
hinum fornu söguljóðum, eposum, Forngrikkja og Rómverja,
sem venjulega gerðust á löngu tímabili. Sérhver persóna hélt
jafnan eiginlegri skapgerð sinni, sem var ákveðin í eitt skipti fyrir
öll.
Þessi aðferð við persónulýsingar er einnig venjuleg í seinni
tíma alþýðukveðskap og í íslendinga sögum. Mörgum hinum
frægustu hetjum fornsagnanna er lýst þannig, svo sem Agli
Skallagrímssyni og Gísla Súrssyni í sögum þeirra, og Gunnari á
Hlíðarenda í Njálu. En hið kunna danska skáld Carsten Hauch,
sem var einnig ágætur fræðimaður, benti manna fyrstur á það
fyrirbrigði, að í sögum íslendinga eru ekki aðeins persónur sem
einatt halda skapgerð sinni („stillestaaende Charakterer“), held-
ur líka persónur sem breytast og mótast („fremadskridende
Charakterer“).38 í sögunum er þetta unnt vegna þess að þær ger-
ast jafnan á tiltölulega löngum tíma. í þessu ber Snorri Sturluson
líka af öðrum sagnariturum. í Ólafs sögu helga sameinaði hann
efni úr tveimur eldri sagnalindum, helgisögum kirkjunnar, sem
áttu sér athvarf við erkibyskupssetrið í Niðarósi, og arfsögnum ís-
lenskra hirðskálda. Snilldarverk Snorra nær hátindi í frásögninni
af því, hvernig þessi harðleikni víkingur og strangi ríkisstjóri
þroskast fyrir ytra mótlæti og innra sálarstríð og verður píslar-
vottur og dýrlingur.39
Um slíkar persónur, sem breytast og fá nýja skapgerð, eru til
fleiri dæmi í fornsögunum. Sumar breytast til hins betra, svo sem