Skírnir - 01.01.1986, Page 187
SKÍRNIR
ARISTÓTELES OG SNORRI
183
Njáll Þorgeirsson í Njálu eða Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdælu,
aðrar til hins verra, t.d. Óspakur Glúmsson í Bandamanna sögu.
Hér er djúptækur munur á list í íslenskum fornsögum og í hinum
eldri forngríska harmleik, sem unni því einfalda og stórbrotna.
Fornsagnahöfundar voru einnig mjög gefnir fyrir hið stórbrotna,
en höfðu um leið miklu næmara skyn á hinar flóknu og dulúðugu
hliðar mannlegs sálarlífs.40
Fegrun og upphafning
Samkvæmt skoðun Aristótelesar á hetja í harmleik umfram allt
að vera góð.41 Ágætt dæmi um þetta er Oidipus, hinn framúrskar-
andi konungur í leikriti Sófóklesar. Oidipus er ekki aðeins allra
manna tignastur. Hann er líka velgerðarmaður mikill þegnum
sínum, og er gagntekinn af sannleiksást.
Um íslensku sögurnar hefur þegar verið vakin athygli á því, að
raunsæi þeirra sé framar öðru raunsæi í umhverfislýsingum. Aft-
ur á móti eru lýsingar á einstökum persónum, ekki síst hetjum,
oft öðruvísi. Hér blandast raunsæið að meira eða minna leyti
saman við áberandi upphafningu og fegrun. Þrátt fyrir þá skyn-
semishugsun og gagnrýni sem við finnum hjá Aristótelesi, Hór-
azi, Snorra og öðrum þroskuðustu fornsagnahöfundum, er það
þeim ekki kappsmál að lýsa hinu algenga og þekkta. Megin-
áhugamál þeirra er ekki hið venjulega, heldur hið óvenjulega.
Aðalpersónur þeirra eru ekki hversdagsmanneskjur, heldur
verulegar hetjur, sem gnæfa hátt yfir hið almenna og lágkúrulega.
Hér er beint samband frá hetjukvæðum Hómers til Aiskýlosar og
Sófóklesar, og frá hinum germönsku hetjukvæðum til Heims-
kringlu, Laxdælu og Njálu.
Hóraz orðar þetta þannig: „Torvelt er að fara svo með almennt
efni, að það birtist sem eiginlegt verk skáldsins, og er réttara að
þú gerir leikþáttu úr Ilionskvæði."42 í fjarlægð geta aðalpersónur
haldið hinni óvenjulegu stærð sinni. Þá var unnt að gefa skáld-
skapnum lausari taum án þess að ofbjóða hversdagsþekkingu
heimamanna.
Þessi munur á hinu nálæga og hinu fjarlæga er líka áberandi í ís-
lenskum fornsögum, ekki aðeins með tilliti til fjarlægðar staða,
eins og áður er getið, heldur einnig með tilliti til fjarlægða í tíma.