Skírnir - 01.01.1986, Page 188
184
HALLVARD MAGERÖY
SKÍRNIR
Þýski fræðimaðurinn Rolf Heller hefur gert fróðlegan saman-
burð á mönnum og atburðum í íslendingasögum, sem gerast á
víkingaöld, og atburðum í Sturlungu, sem gerast á tólftu og þrett-
ándu öld. Heller tekur fram, að frásagnir af löngu liðnum tíma í
íslendingasögum séu ekki aðeins listrænni - hafi t.d. meira af
þekktum bókmenntaminnum og beinni ræðu - heldur séu bar-
dagar og orrustur líka stærri í sniðum og miklu fleiri menn drepnir
þar en í viðureignum sem segir frá í Sturlungu.43
Það virðist óhætt að fullyrða, að í íslendingasögunum eru hetj-
urnar oftast persónur sem hafa verið uppi í raun og veru um það
leyti sem sagan segir. En í sögunum hafa þær orðið svo mikilfeng-
legar í fasi og gerðum til þess að þær vektu sem mesta aðdáun og
ánægju lesenda. Ósjaldan eru afrek þeirra þess háttar að nútíma-
manni þykja þau ótrúleg og ævintýraleg. Gísli Súrsson yrkir
dróttkvæða vísu og kveður hana í síðustu viðureign sinni, þar sem
hann á einn í höggi við fimmtán andstæðinga. Óvinirnir standa
kyrrir og hlusta á, meðan hann kveður vísuna helsærður með iðr-
in úti, og að lokum klýfur hann mann að beltisstað, áður en hann
andast sjálfur.
í þessari lýsingu er öll eftirlíking raunveruleikans látin lönd og
leið. En í sögunni um Gísla þykir þetta ekki fjarstætt eða óviðeig-
andi. Einmitt þetta er það, sem við áttum von á, vegna þess að í
Gísla sögu er Gísli hetja, sem er hverjum manni vaskari. Óvið-
jafnanlegum garpi, eins og Gísla, var þess konar afrek verðugur
endir örlagaþrunginnar hetjuævi. En þrátt fyrir þetta óskiljanlega
og ósennilega afrek er Gísli allan tímann mennskur maður.
Krafa um sóma
Hetjur forngrískra og rómverskra sagnakvæða og harmleikja
gnæfa yfir venjulegt fólk, ekki aðeins félagslega, heldur líka sið-
ferðilega. Þetta voru háttprúðir menn. Eitt megineinkenni
beggja bókmenntagreina, sagnakvæðis og harmleiks, er hinn við-
hafnarmikli flutningur, paþos, hátt hafinn yfir hið hversdagslega
og lítilsverða. í harmleikjum var hið grimmdarlega og viðbjóðs-
lega að jafnaði ekki sýnt á leiksviðinu, heldur rætt í samtölum.
Hóraz tekur sérstaklega fram, að þess háttar atburði eigi ekki að
sýna.44 En fornsagnahöfundum íslenskum var þetta að sjálfsögðu