Skírnir - 01.01.1986, Side 198
194
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
kunnugt er. í eldri gerðum en þeim sem nú eru til hefur eitthvað
verið rætt um tilgang ritunarinnar, eða ástæðu til ritunar viðkom-
andi handrits. Sönnun fyrir því fæst í eftirmála Þórðarbókar, sem
skrifuð var af Þórði Jónssyni í Hítardal (d. 1670) eftir Landnámu-
gerð frá 17. öld, Skarðsárbók, og Melabók, sem er Landnámu-
gerð frá því um 1300. Eftirmáli þessi er talinn kominn úr Melabók
og er hann svohljóðandi:
Það er margra manna mál, að það sé óskyldur fróðleikur að rita landnám. En
vér þykjumst heldur svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss
því, að vér séum komnir af þrælum eða illmennum, ef vér vitum víst vorar
kynferðir sannar, svo og þeim mönnum, er vita vilja forn fræði eða rekja ætt-
artölur, að taka heldur að upphafi til en höggvast í mitt mál, enda eru svo allar
vitrar þjóðir, að vita vilja upphaf sinna landsbyggða eða hvers <u> hvergi til
hefjast eða kynslóðir.2
Seinasta setningin í þessum eftirmála er brengluð og hefur oft
verið um það rætt.3 Ekki er þó ástæða til að ræða það hér, enda
ljóst, að megintilgangur eftirmálans er í fyllsta samræmi við al-
gengar hugmyndir á miðöldum um origo gentis, upphaf þjóða,
„upphaf sinna landsbyggða". Ekki hefur sú hugmynd þó verið
jafnríkjandi í upphaflegri gerð Landnámu og hún er í Sturlubók
og Hauksbók, því að í Melabók hefst texti Landnámu austast í
Sunnlendingafjórðungi og þar hafa aldrei verið fyrstu kaflarnir
um fund íslands og fyrstu menn er hingað komu. Vegna þess að
Melabók er upphaflegust allra varðveittra Landnámugerða er
víst, að í upprunalegri gerð Landnámu hafa þessir kaflar ekki ver-
ið heldur, en í þeim er öðrum Landnámuköflum fremur sagt frá
upphafi landsbyggðar. Þetta virðast mér veigamikil rök fyrir því,
að þessi eftirmáli sé ekki kominn úr upphaflegri gerð Landnámu.
Skoðanir fræðimanna á aldri þessa eftirmála eru ekki sam-
hljóða. Jón Jóhannesson taldi upphaflega að eftirmáli þessi væri
saminn af Styrmi fróða (d. 1245).4 Seinna hallaðist hann að því,
að erfitt væri að tímasetja eftirmálann.5 í íslendinga sögu sinni
var hann þeirrar skoðunar, með fyrirvara þó, að „hann sé úr
Frum-Landnámabók og geymi orsakirnar til ritunar hennar.“6
Jakob Benediktsson var sammála upphaflegri hugmynd Jóns, en
síðar segir Jakob: „Hinsvegar er ekkert því til fyrirstöðu að