Skírnir - 01.01.1986, Page 200
196
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
fyrr er komið fram, þá hafnaði Jón Jóhannesson þessari tilgátu og
taldi m. a. dæmin of fá.4 Jakob Benediktsson taldi í útgáfu sinni
á Landnámu ekki ástæðu til að vísa þessari hugmynd „jafn-af-
dráttarlaust á bug og Jón Jóhannesson gerði“. Benti Jakob jafn-
framt á, að óðöl Barða hefðu verið kirkjustaðir í betra lagi og seg-
ir ekki útilokað að „sérstök áherzla hafi verið lögð á eignar-
heimildir ætta fyrir slíkum stöðum öðrum fremur.“5
í grein sinni um óðalsrétt í Kulturhistorisk leksikon 1967 gerir
Magnús Már Lárusson grein fyrir hugmyndum sínum um óðals-
rétt, en ekki fer hann aftur til Landnámu eða nefnir hugmyndir
Barða.6
Síðar tók Sveinbjörn Rafnsson kenningu Barða til athugunar í
doktorsritgerð sinni 1974. Ekki styrkir hann kenninguna með því
að rekja ættir landnámsmanna til manna um 1100. Hann leggur
eins og Magnús Már aftur á móti mikla áherslu á ýmsa staði í
Grágás, þar sem talað er um, að fyrst skuli farga ítökum, leigu-
bólum en síðast aðalbólinu. Þetta taldi Sveinbjörn sönnun þess,
að aðalból hefði verið óðal sem skyldi ekki ganga úrættis.7
Nú eru ekki neinar beinar heimildir kunnar um, að óðalsrétti
hafi verið komið á hér á landi um 1100. Þögnin sannar að mínum
dómi ekkert með eða á móti. Ekki ætla ég að neita, að óðalsréttur
hafi verið til og þetta geti bent til hans. Óneitanlega virðist samt
að í Grágás sé verið að setja fram mjög almenna reglu. Ef menn
þurfa að láta eitthvað af hendi af eignum sínum, þá er fyrst látið
af hendi lausafé og lakari jarðir, en síðast besta jörðin, aðalbólið.
Borga menn ekki skuldir undir vanalegum kringumstæðum með
þessum hætti, þ. e. láta síðast af hendi verðmætustu eign sína? Er
ótrúlegt, að menn hafi farið öðruvísi að á þjóðveldisöld? Heppi-
legt gat verið að hafa þetta lögfest, því að fjárvarðveislumenn
gátu þá ekki leikið sér að því að selja sjálfum sér eða gæðingum
sínum bestu bitana. Það gat beinlínis verið mörgum aðilum mikið
hagsmunamál að hafa í lögum ákvæði um röðina: lausir aurar,
leiguból og aðalból.
Þessi kenning um, að upphaflegur tilgangur Landnámu hafi
verið að skrá heimildir um eignarrétt á landi, hefur hlotið mis-
jafnar undirtektir. Haraldur Matthíasson telur Landnámu sjálfa
ekki styðja þessa kenningu nema aðeins í „þeim fáu dæmum, sem