Skírnir - 01.01.1986, Page 204
200
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
annað mál en Englendingar. Kristni og latínukunnátta var þar
einnig orðin föst í sessi og þess vegna eðlilegt, að Dómsdagsbók
væri skrifuð á latínu. Engin stofnun á íslandi önnur en kirkjan
þurfti í líkingu við Englandskonung að fá yfirlit um byggðir
landsins, þar sem verið var að koma hér á tíundarlögum og skipta
landinu í kirkjusóknir.
Hvað er þá líkt með Landnámu og Dómsdagsbók og er líklegt,
að íslendingar hafi vitað eitthvað um það fyrirtæki?
í fyrsta lagi eru bæði ritin samin um líkt leyti, en Dómsdagsbók
hlýtur þó að vera eldri og ætti því að vera fyrirmynd Landnámu,
hafi samband verið á milli ritanna.
í öðru lagi er athyglisvert, að Ari segir í íslendingabók: „allir
menn töldu og virtu allt fé sitt og sóru, að rétt virt væri, hvort sem
var í löndum eða í lausaaurum, og görðu tíund af síðan.“7 Þetta
minnir óneitanlega á það sem segir um fyrirmæli til sendimanna
Englandskonungs, þegar tíundin er undanskilin.
í þriðja lagi er talið, eins og áður sagði, að nokkrar nefndir hafi
unnið að skráningu Dómsdagsbókar hver á sínu landssvæði. í
Landnámu hafa menn einnig þóst sjá sérkenni í efnisvali á ein-
stökum landssvæðum, sem gætu bent til ákveðinna heimildar-
manna.8 Erfiðara er þó að festa hendur á þessu í Landnámu held-
ur en í Dómsdagsbók vegna mikilla viðauka.
í fjórða lagi verður að huga að hugsanlegu sambandi íslendinga
við England. Hér síðar í þessari grein (sjá s. 206) er fylgt þeirri
skoðun, að Ari fróði hafi sett saman upphaflega gerð Landnámu.
Þá kemur sú spurning, hvort það sem við vitum um ævi Ara og rit
hans samræmist hugmynd um samband við England. Við vitum
minna en skyldi um ævi Ara, t. d. eru engar heimildir til um, að
hann hafi farið til útlanda. Besta sönnun fyrir enskum áhrifum á
íslandi í upphafi 12. aldar er íslendingabók Ara fróða, sem var
sett saman undir umsjá forystumanna landsins og er vel varðveitt.
í íslendingabók er eitt ártal nefnt, en það er dánarár Játmundar
helga Englakonungs og vitnar Ari þar í sögu hans. Nærri þykir
stappa „fullri vissu“ að Ari hafi þekkt kirkjusögu Englendinga
eftir Beda prest. Þetta eru einu ritin, sem hægt er að nefna og
segja, að Ari hafi notað.9 Eins og kunnugt er vitnaði Snorri
Sturluson í eldri og glataða gerð íslendingabókar í formála