Skírnir - 01.01.1986, Page 207
SKÍRNIR EFLING KIRKJUVALDSINS OG RITUN LANDNÁMU 203
10. Síðasti þáttur þessarar endurskoðunar löggjafarinnar var
Kristinn réttur hinn forni, sem virðist hafa verið skráður á eftir
öðrum lögum.
11. Samhliða því sem að ofan var rakið, var kannað, „hvernig
landið hafði byggzt. Á því meðal annars, jafnvel umfram allt
annað, byggðu höfðingjar alþýðu landsins rétt sinn til þátttöku og
valds í þjóðfélagsmálum. Þetta var réttur, sem þeir vildu ekki
sleppa og fengu að halda við þjóðfélagsbreytinguna. En það var
vissulega kannað, hversu djúpum rótum þessi réttur stóð. Þessa
könnun var að vissu marki auðvelt að gera í sambandi við jarða-
matið, og það hefur eflaust verið gert að einhverju leyti, e. t. v. að
miklu leyti.“ Þannig varð til stofninn að Landnámu. Ekki reynir
Arnór hér að leiða önnur og skýrari rök fyrir ástæðum fyrir því,
að Landnáma var skrifuð.
12. í framhaldi af þessu skrifaði Ari fróði íslendingabók. Þótt
Arnór segi það ekki berum orðum, þá virðist hann telja Land-
námu skrifaða um 1100.
Síðar í þessari sömu grein ræðir Arnór um jarðamatið, sem
hann telur að hafi „verið bréfað um allt land“ og jafnvel einnig
eitthvað af lausafé.3 Þessi hugmynd er mjög athyglisverð og er í
samræmi við efni Dómsdagsbókar á Englandi, samanber það sem
sagði um hana hér að framan. Þegar hugleitt er hvort menn hafi
talið ríka þörf á því að hafa jarðamatið skráð, er rétt að minnast
að á samkomu „um haust í hrepp hverjum. ... Þar skal telja fé
manna hve mikið fé hver á. Skal virða lönd og lausa aura“.4 Þetta
hafa flestir menn í sveitum munað. 1 sambandi við þessar hug-
leiðingar er líka rétt að minnast, að Landnáma er ekki varðveitt
í upphaflegri gerð og litlu munaði að íslendingabók glataðist með
öllu. Þess vegna er ekki gott að giska á með neinni vissu, hvað var
í raun skrifað um 1100 og þá vitanlega ekki heldur hvað af því var
í raun skrifað vegna tíundarlaganna eða í framhaldi af setningu
þeirra.
í þessari grein talar Arnór um margt fleira, en það kemur ekki
við meginefni þessarar greinar, þ. e. tilgangi ritunar Landnámu.
Þótt mér finnist hann tala lauslega um upphaf Landnámu og ekk-
ert sé minnst á skiptingu landsins í kirkjusóknir, þá er grein þessi
á margan hátt hin merkilegasta, vegna þess að eðlilegt verður að