Skírnir - 01.01.1986, Page 208
204
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
teljast aö margs konar önnur löggjöf hafi orðið að fylgja setningu
tíundarlaganna og annarri kristnun þjóðfélagsins. Ein lög hljóta
að kalla á önnur til að allt geti gengið, og á það ekki síst við jafn-
viðamiklar breytingar og tíundarlögunum fylgdu og að framan
var rætt um. Þessi grein er besta samantekt um það sem rétt er að
álykta að tíundarlögunum hafi fylgt í upphafi, en rækilegri athug-
un á því efni er að mínum dómi nauðsynleg. Þó hef ég lítið orðið
var við að til þessarar greinar hafi verið vitnað, t. d. vitna hvorki
Sveinbjörn Rafnsson né höfundar Sögu íslands til hennar.
V
Hér að framan hafa verið raktar nokkuð þær efnahagslegu breyt-
ingar, sem fylgdu kristninni eða réttara sagt tíundarlögunum, en
nú verður vikið að andlegum breytingum, sem kristninni fylgdu.
Rétt fyrir aldamótin 1000 var farið að boða kristna trú á íslandi og
kristni var lögtekin 1000 eða 999.
Um heiðnina eða þá trú, sem hér var fyrir kristni, er vitað
minna með vissu en skyldi. Eins og kunnugt er, hefur Olaf Olsen
haldið því fram í doktorsritgerð sinni, Hórg, hov og kirke, 1966,
að í heiðni hafi ekki verið byggð sérstök hús, hof, til dýrkunar
goðum. Veisluskálarnir, þar sem blótveislur voru haldnar, voru
að hans mati aðeins skálar sem annars voru notaðir til heimilis-
þarfa. Hoftollar eða skattar til hofa voru að mati Olsens ekki til.
Vart hefði Ari fróði heldur talið lögtöku tíundarlaga svo mikið
afrek, ef hoftollar hefðu verið áður og þeir færst yfir á kirkjurnar.
Hvað sem öllu öðru líður er ljóst, að heiðnin var einangruð, en
ekki bundin við alþjóðlega stofnun eins og kristin kirkja.
Kröfur kristninnar voru ekki litlar. í raun voru þær svo miklar,
að furða er, að menn skyldu ekki rísa gegn henni, en um það eru
engar heimildir á íslandi.
Kirkjan gerði kröfu til hlýðni þeirra sem kristni játuðust, en þá
var hugtakið trúfrelsi ekki þekkt; allir urðu að vera kristnir, hafa
„einn sið“. Hlýðnin var m. a. fólgin í því, að allir urðu að taka
niðurdýfingarskírn og þótti mjög alvarlegt mál, ef barn dó óskírt.
Kirkjan gerði kröfu um, að menn játuðu syndir sínar, en synd er
talin kristilegt hugtak. Að minnsta kosti hlýtur inntak hugtaksins