Skírnir - 01.01.1986, Page 209
SKÍRNIR EFLING KIRKJUVALDSINS OG RITUN LANDNÁMU
205
synd að hafa breyst mjög með kristninni. Kirkjan setti reglur um
mataræði; skipaði mönnum föstur á vissum dögum og árstímum.
Kirkjan setti reglur um hjúskap. Hér þarf að nefna til viðbótar
áður ótalin sakramenti kirkjunnar: fermingu, húsltekju (þ. e. alt-
arisgöngu), hjónavígslu og síðustu smurningu. Kirkjan skipaði
mönnum að halda vissa daga heilaga, sunnudaga, stórhátíðir og
messudaga ýmissa dýrlinga. Á þeim dögum fór fram í þar til gerð-
um húsum athöfn með söng á framandi tungu og með sérkenni-
legum helgisiðum. Við þetta störfuðu menn sem sérstaklega
höfðu lært það sem til þurfti. Kristni fylgdu sérstök hús, sem
bændur lögðu í kostnað við að byggja og þar skyldu allir grafnir.
Ekki er þessi upptalning á afskiptum kirkjunnar af einkalífi
manna tæmandi, en takmark hennar var að fylgja einstaklingun-
um frá fæðingu og út yfir gröf og dauða.
Eru ekki líkur á, að mönnum hafi þótt öll þessi afskiptasemi og
nýjungar að einhverju leyti óþarfar? Fátt eða næstum ekkert hef-
ur átt sér hliðstæðu í heiðni. Einhverjir hljóta að hafa möglað
eitthvað, en um það höfum við engar heimildir. Það var ekki nógu
kristilegt að geta um slíkt, og þeir voru kristnir, sem á fjöðrunum
héldu.
Ekki kom kristnin í fyrstu mjög við fjárhag manna eða gekk
verulega í pyngju almennings. Þar varð þó veruleg breyting á, er
tíund var lögtekin 1097. Hún snerti menn áreiðanlega meir en allt
annað, sem kirkjan hafði áður skipað. Slíkt gekk ekki átakalaust
í nágrannalöndunum, en á íslandi gekk það og undrast Ari það
mjög í íslendingabók og þakkar ástsæld Gissurar biskups, en
honum til aðstoðar voru Sæmundur fróði og Markús lögsögumað-
ur Skeggjason.
Á það hefur oft verið bent, t. d. í tilvitnaðri grein Arnórs Sig-
urjónssonar, að um 1100 er ýmislegt, sem til nýjunga verður að
telja, að gerastíþjóðlífiáíslandi. Árið 1106er setturbiskupsstóll
á Hólum og föst skipan sett á biskupsstólana. í sambandi við setn-
ingu tíundarlaga eða Hólastóls voru taldir allir skattbændur á ís-
landi. í íslendingabók segir svo um lögfestingu tíundar: „allir
menn töldu og virtu allt fé sitt ... hvort sem var í löndum eða í
lausaaurum".1 Hér er talað um, að lönd hafi verið virt, með öðr-
um orðum jarðamat. Mat á jörðum var í raun forsenda þess að