Skírnir - 01.01.1986, Page 211
SKÍRNIR EFLING KIRKJUVALDSINS OG RITUN LANDNÁMU 207
um menn í öllum landsfjórðungum. Orðið landnámsmaður er
síðan talið sönnun þess, að Ari hafi þekkt Landnámu. Einnig er
þögn Landnámu um Heklugosið 1104 talin vera sterk rök fyrir því
að hún sé eldri en eldgosið.7 Ekki virðast þessi rök sannfærandi,
enda hafa þau verið gagnrýnd, einkum þögnin um eyðingu Þjórs-
árdals.8 Tímasetning þessi þarf þó ekki að vera röng eins og brátt
verður vikið að.
í íslendingabók sem nú er varðveitt nefnir Ari 9 heimildar-
menn, að auki er einn nefndur í formála Heimskringlu, sem er
ekki í þeirri íslendingabók, sem enn er varðveitt. Af þessum 9 er
kunnugt um dánarár 7, en þeir tveir sem eftir eru hafa verið taldir
eldri en Ari. Seinastir heimildarmanna Ara deyja Gissur biskup
ísleifsson (d. 1120) og Sæmundur fróði (d. 1133), þ. e. með öðr-
um orðum aðeins einn sem er enn á lífi, þegar Ari byrjar að skrifa
íslendingabók. Ættingjar Ara og þeir sem tengjast dvöl hans í
Haukadal eru allir dánir, þegar íslendingabók er skrifuð. Fyrst
deyr Hallur í Haukadal 1089, en Teitur bróðir Gissurar biskups
deyr 1110 og Þuríður Snorradóttir goða deyr 1113.9 Sýnir þetta,
að Ari hefur snemma farið að nema fróðleik. Þetta má þó skýra
sem almenna fróðleiksfýsn. Eitt er þó sýnu athyglisverðara en
það sem nú var rakið. Um Markús Skeggjason, sem var lögsögu-
maður 1084-1107 og dó það sama ár, segir Ari í 10. kafla íslend-
ingabókar: „Að hans sögu er skrifuð ævi allra lögsögumanna á
bók þessi“.10
Um Markús er rétt að fara nokkrum orðum, en hann varð lög-
sögumaður árið eftir að Gissur kom til biskupsstóls, og eins og
áður sagði unnu þeir saman ásamt Sæmundi fróða að setningu tí-
undarlaganna. í Kristni sögu er hann sagður „vitrastur ... lög-
manna á íslandi annar en Skapti.“n Markús var skáld gott og í
Knýtlinga sögu eru varðveittar milli 20 og 30 vísur úr erfikvæði
eftir hann um Eirík Danakonung Sveinsson eigóða, sem dó 1103.
Magnus Olsen hefur giskað á,12 að Jón Ögmundarson hafi farið
með kvæðið, Eiríksdrápu, er hann fór utan 1105 til að vígjast til
Hóla við hinn nýstofnaða erkibiskupsstól í Lundi. Vart hefur ver-
ið völ á tignari sendimanni en Jóni biskupsefni. í kvæðinu er mik-
ið lof borið á Eirík konung fyrir að hafa fært erkibiskupsstólinn til
Lundar og giskar Magnus Olsen á, að það hafi verið tilefni