Skírnir - 01.01.1986, Page 212
208
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
kvæðisins. Kvæðið er mjög kristilegt og hvað sem öllum ágiskun-
um Magnusar Olsens líður, þá er óhugsandi annað en Markús
hafi ort Eiríksdrápu með vitorði og samþykki Gissurar biskups.
Um Ara er það vitað, að hann skrifaði íslendingabók fyrir
biskupana eftir 1122 og ber hún með sér sökum aldurs heimildar-
manna, að Ari hafi í síðasta lagi upp úr 1100 verið farinn að safna
skipulega og að því er virðist í ákveðnum tilgangi fróðleik m. a.
hjá nánum samstarfsmönnum Gissurar biskups við setningu tí-
undarlaganna. Hver var sá tilgangur?
Heimildir eru ekki um að Ari hafi auk íslendingabókar í tveim-
ur gerðum ritað neitt annað en Landnámu og liggur þá beinast við
að álykta, að hann hafi skrifað hana um 1100. Líklegustu hvata-
menn Ara eru Gissur biskup og samstarfsmenn hans. Ekki er
ósennilegt að Ari hafi samið Landnámabók fyrir veraldlega höfð-
ingja en íslendingabók fyrir biskupana.
Þessi fullyrðing að Ari fróði hafi skrifað Landnámu á undan ís-
lendingabók þarf ekki að stangast á við orð Snorra Sturlusonar í
formála Heimskringlu, en þar segir: „Ari prestur inn fróði Þor-
gilsson ... ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði,,
bæði forna og nýja.“13 Snorri ritaði sögur Noregs konunga, en
þess vegna þurfti hann ekki að nota Landnámu, heldur nægði
honum íslendingabók. Einnig má minna á orð Fyrsta málfræð-
ingsins frá því um miðja 12. öld, þar sem segir í lok upptalningar
á því sem þá hafði verið skrifað: „þau hin spaklegu fræði er Ari
Þorgilsson hefir á bækur sett af skynsamlegu viti“.14 Hér er ekkert
sagt, hvað Ari skrifaði eða hvenær hann fékkst við skriftirnar.
í íslendingabók stendur, að lög hafi verið skrifuð 1117-1118 og
hefur það oft verið túlkað svo, að ekkert hafi verið skrifað áður,
en í raun er það alls ekki sagt, enda hefur oft verið á það bent, að
líkur séu til, að tíundarlögin frá 1097 hafi m. a. verið rituð. Tíma-
setning Landnámu um 1100 stangast ekki á við það, sem sagt er í
heimildum um Ara og upphaf ritaldar á íslandi.
„Islendingabók görði eg fyrst byskupum vorum,“ segir í upp-
hafi íslendingabókar. Fyrir hverja skrifaði Ari Landnámu?
Skoðanir manna á því voru raktar í upphafi. Nú kom ritlistin með
kristninni og verður ekki að telja líkur á, að í bernsku ritaldar á
íslandi hafi hagsmunir kirkjunnar, að einhverju leyti að minnsta