Skírnir - 01.01.1986, Page 214
210
EINAR G. PÉTURSSON
SKlRNIR
verða ekki minni en aðrir. í Eyrbyggju er sagt, „að maður skyldi
jafnmörgum mönnum eiga heimilt rúm í himnaríki, sem standa
mætti í kirkju þeirri, er hann léti gera."1 Vel gæti þetta fyrirheit
verið ungur tilbúningur, en samt er vel trúlegt, að prestar hafi
heitið mönnum einhverju slíku til að hvetja þá til kirkjusmíða.
Á íslandi voru allar kirkjur upphaflega í eigu einstaklinga, þ. e.
bænda, en annars staðar á Norðurlöndum reistu menn kirkjur í
félagi.
í kristinrétti Grágásar er talað um bænhús „er byskup lofar tíð-
ir að.“2 Þetta verður vart skilið öðruvísi en svo, að til hafi verið
bænhús, þar sem ekki voru leyfðar tíðir, þ. e. biskup hefur getað
fækkað eiginlegum bænhúsum. Nú er fullvíst, að guðshúsum hef-
ur fækkað á 12. öld, því að samkvæmt Hrafns sögu Sveinbjarnar-
sonar, þeirri gerð sem varðveitt er sérstök en ekki sem hluti af
Sturlungu stendur: „En þá var það boðið af hinum helga Þorláki
biskupi, að hvergi skyldi bænhús niður falla, þar er áður var uppi,
en ef bænhúsið félli niður, þá skyldi sá gjalda aftur 6 aura til graft-
arkirkju þeirrar er bænhúsið lá undir.“3 Prestar við graftarkirkj-
urnar hafa fengið borgun fyrir þær tíðir sem þeir veittu í bænhús-
unum, og þessi ákvæði eru til að koma í veg fyrir tekjumissi prest-
anna.
Ekki eru í kristinrétti nefndar hálfkirkjur, og bænhús eru að-
eins nefnd í sambandinu kirkjur og bænhús. Hér er sennilega rétt
að minnast þessara orða: „í kristinrétti eru engin fyrirmæli um hið
kirkjulega embættisvald, því að um það setti kirkjan sjálf
reglur.“4 Sýnist líklegt, að þetta hafi einnig gilt um misjafna stöðu
einstakra kirkna. Síðar var það — ég veit ekki hvenær — að hálf-
kirkjur höfðu rétt til helmings tíundar, þ. e. prests- og kirkju-
tíundar, af jörðinni sem hálfkirkjan stóð á. Bænhús hafa því orð-
ið nokkur baggi og því hafa þau fallið niður, sérstaklega ef jörð
var rýr og vel í sveit sett miðað við sóknarkirkjuna. Eflaust hefur
staða sömu kirkju verið ólík frá einum tíma til annars, þ. e. verið
ýmist hálfkirkja eða bænhús, en þetta þarfnast rannsókna eins og
fleira í kirkjusögu.
Nú er rétt að athuga völd biskupa yfir kirkjum. Um það efni
verður að fylgja kristinrétti Grágásar frá 1122-1133. Ekki er
vitað, hversu miklar breytingar urðu á valdi biskupa við gildis-