Skírnir - 01.01.1986, Side 215
SKÍRNIR EFLING KIRKJUVALDSINS OG RITUN LANDNÁMU 211
töku hans, en völd þeirra hljóta þó fremur að hafa vaxið þá en
minnkað, og líklegt, að þá hafi verið staðfest valdsvið biskupa,
sem áður var í raun í gildi. Einnig verður að hafa í huga, að krist-
inréttur er aðeins varðveittur í handritum, sem eru skrifuð að
minnsta kosti meira en öld eftir að hann var lögtekinn. Þess vegna
er erfitt að fullyrða, hvort og hvaða breytingar voru gerðar á krist-
inrétti á þeim tíma. Af þessum sökum er kristinréttur ekki eins
góð heimild og skyldi. Þó eru þau atriði, sem á eftir verða nefnd
um vald biskupa yfir kirk j um, slí k meginatriði, að tæpast hafa þar
orðið mjög miklar breytingar. Loks er kristinréttur eins og önnur
lög að segja ekki frá hvernig honum var framfylgt, þ. e. kristin-
réttur segir ekki frá valdi biskupa í reynd.
Biskup réð því hvaða kirkjur voru graftarkirkjur eða eins og
segir í kristinrétti: „Til þeirrar kirkju skal lík færa er byskup lofar
gröft að.“ Þegar lík voru grafin skyldi gjalda 12 álnir til kirkju-
bónda í legkaup, og prestur skyldi fá 6 álnir fyrir líksöng.5 Það
voru með öðrum orðum þónokkrar tekjur sem kirkjustaðir höfðu
af greftri. Hafa verður í huga, að á þessum tíma voru fæðingar
fleiri að tiltölu og meðalaldur manna lægri en nú. Afleiðingar
þessa voru fleiri greftranir, meiri tekjur fyrir kirkjuna.
Biskup réð ekki einungis til hvaða kirkju lík skyldu færð, held-
ur einnig hvaða kirkjur skyldu vígðar. Landeigandi átti að leggja
svo mikið fé til kirkju, að biskup vildi vígja hana af þeim sökum.6
Kirkjan var eign landeiganda og til þess að hægt væri að halda
henni uppi, hafa biskupar orðið að krefjast, að henni fylgdu eign-
ir, svo að hún héldist. Þess vegna var öruggast að vígja kirkjur á
stærstu og bestu jörðunum. Kirkjueignir mátti ekki skerða og um
áhrif þess segir Sigurður Nordal: „Á íslandi, þar sem ekki var
óðalsréttur, hafði þetta þau áhrif, að arfar skiptust minna en fyrr.
Sonur kirkjubónda, er tók við staðarforráðum, fékk eignir kirkj-
unnar í sinn hlut án þess þær kæmu til skipta.“7
Tíundinni, sem á var komið 1097, var eins og áður sagði skipt
í fernt. Helmingur tíundar skyldi fara til kirkju, en helming af
kirkjutíund, þ. e. fjórðung allrar, skyldi presturfáogvaroft sami
maður prestur og kirkjubóndi. Einnig ber að leggja hér áherslu á,
að aldrei var mikill munur á stöðu presta og bænda á íslandi.
í tíundarlögunum segir: „Byskup skal ráða til hverrar kirkju