Skírnir - 01.01.1986, Page 216
212
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
skal leggja tíund af hverjum bæ og skal það haldast meðan inn
sami byskup ræður fyrir. “ Biskup mátti taka tíund frá kirkj um, en
sami þó eigi oftar en einu sinni.8 Það gat verið hagkvæmt, ef að-
stæður breyttust, að biskup hefði vald til slíkra breytinga. Biskup
réð með öðrum orðum til hvaða kirkju tíund var greidd, þ. e.
hvernig landið skiptist í kirkjusóknir. Ef kirkjutíund var ekki
greidd, þá var sá sem bjó á kirkjujörðinni réttur heimtandi
fjárins.
Einnig eru dæmi um það síðar, að biskup skipaði biskupstíund
og jafnvel fátækratíund af tilteknu svæði til einstakra manna eða
kirkna um tiltekinn tíma.9
Niðurstaðan um vald biskupa yfir kirkjum er þá þessi: Biskup
réð hvaða kirkjur voru vígðar, til hvaða kirkna lagðist tíund, við
hvaða kirkjur lík voru grafin og loks gat hann ákvarðað um auka-
tekjur til þeirra.
Eins og oft hefur verið bent á og fram kom hér að framan, skipti
það bændur miklu, hvar kirkjur urðu, en biskup réð á hvaða jörð
varð kirkja. Það var í valdi biskups, hver fékk þær tekjur sem
fylgdu kirkjum.
Nú var það svo, að kirkjur voru ekki alltaf vel í sveit settar.
Nefnd skulu hér tvö slík dæmi, þar sem ég þekki til við Breiða-
fjörð. Öll Skógarströnd átti upphaflega sókn að Narfeyri, sem er
á öðrum enda sóknarinnar. Einnig er löng leið að Skarði á
Skarðsströnd frá bæjum og eyjum sunnan Klofnings. Þessi skipan
hefur þó örugglega verið gerð að vandlega íhuguðu ráði. Þar hef-
ur verið farið eftir hagsmunum voldugra bænda; hefði Gissur ekki
haft þá sér hliðholla, hefði lögfesting tíundar valdið umtalsverðri
mótspyrnu.
Þegar litið er til þess hvað var að gerast í þjóðlífi á íslandi um
1100, er Landnáma var skrifuð, hlýtur athygli að beinast að þörf-
um kirkjunnar og hagsmunum bænda við setningu tíundarlaga.
Tíundarlögin voru eitt þeirra nýmæla, sem tók til landsins alls —
eins og Landnáma — og til þeirra hefur óneitanlega verið vandað
mjög. Og sóknarkirkjur voru settar á stórar jarðir til að þóknast
hagsmunum stórbænda eins og þegar er getið. Til yfirlits hlýtur
Gissur biskup að hafa þurft einhverja skrá um byggðir landsins.
Sú skrá er líklegast Landnáma í upphaflegri mynd. Gissur hefur