Skírnir - 01.01.1986, Page 228
224
BJÖRN S. STEFÁNSSON
SKÍRNIR
menn voru fáeinir. Þeir störfuðu fyrir eiginn reikning og tóku nema
(lærlinga). Húsmenn og þurrabúðarmenn voru sjálfstæðir. Hús-
menn voru til sveita, höfðu húsnæði hjá bónda og einhver jarðar-
afnot til heimilisþarfa. Þeir borguðu fyrir húsnæði og jarðarafnot
með vinnu sinni og stunduðu aðra atvinnu sér til framfæris. Þurra-
búðarmenn voru við sjávarsíðuna, réðu húsum sínum, höfðu litla
lóð til afnota, unnu hjá öðrum, en áttu sumir fiskibát og verkuðu
aflann og réðu þá fólk í vinnu.
Launþegar
Samkvæmt konunglegum tilskipunum frá 1863 um lausamenn og
húsmenn og frá 1866 um vinnuhjú voru þeir, sem náð höfðu 16
ára aldri, skyldir að vera í vist. Undanþegnir voru þeir sem höfðu
5 hundruð á landsvísu í árságóða af fasteignum eða öðru fé.
Aðrir, sem náð höfðu 25 ára aldri, gátu leyst sig undan vistar-
skyldu með leyfisbréfi frá lögreglustjóra, og kostaði bréfið karl
eitt hundrað á landsvísu og konu hálft hundrað. Sú fjárhæð var
um það bil eins mikil og árskaup vinnufólks á þessum árum.4
Sumt yngra fólk, nefnilega ekkjur, ekklar og yfirgefnar eigin-
konur eða þeir sem höfðu eitt hundrað á landsvísu í ársarð af fast-
eignum eða öðru fé, gat tekið leyfisbréf. Borgunarlaust gátu þeir
fengið leyfisbréf sem höfðu búið 15 ár og goldið árlega til allra
stétta, og þeir sem höfðu staðið í vinnuhjúastétt 20 ár og fengið
jafnan góðan vitnisburð.
Þeir sem voru vistarskyldir réðu sig til næstu skildaga, en þeir
voru víðast hvar í maí. Reglan varbundin í lögum. Vinnuveitandi
gat ekki sagt þeim upp. Skuldbindingin var gagnkvæm, en fólk
gat fengið sig leyst úr vist vegna ráðahags. Ungt fólk í foreldra-
húsum gat ráðið sig til styttri tíma hjá sveitungum eða farið í
verið. Ekki voru ákvæði um ráðningu annarra, nema embættis-
manna.
Vinnuh j úi var heimilt að ráða sig í vist hj á tveimur eða fleirum,
til helminga, þriðjunga o.s.frv., „eins og verið hefir“, sagði í til-
skipuninni. Mér er ókunnugt um hvernig þetta var framkvæmt og
hvort það kom einungis fyrir á meðal nágranna eða líka á meðal
vinnuveitenda semlangt var í milli, t. a. m. sveitabóndaog sjávar-
bónda.