Skírnir - 01.01.1986, Page 230
226
BJÖRN S. STEFÁNSSON
SKfRNIR
frá Breiðafirði til Austfjarða, var vertíð árabáta hins vegar á
sumrin.)
Árferði var misjafnt, og hafði alþýða manna löngum búið við
öryggisleysi um afkomu. Afkoma þeirra, sem ekki sátu jörð eða
í embætti, var yfirleitt ótryggari en annarra. Oft komst það fólk á
vonarvöl og þurfti að segja sig til sveitar. Meginviðfangsefni sveit-
arstjórna var að sjá um framfærslu ómaga með því að leggja gjöld
á þá sem betur máttu. F>aö var keppikefli landstjórnarmanna að
haga svo málum að ómögum fjölgaði ekki, heldur fækkaði.
Helzta ákvæði í þeim efnum var í konunglegri tilskipun frá 1824
sem bannaði þeim að giftast sem þægi af sveit eða stæði í skuld við
sveit fyrir þeginn styrk, nema því aðeins að sveitarstjórn lýsti því
yfir að hún hefði ekkert að athuga við stofnun slíks hjónabands.
Um húsmenn og þurrabúðarmenn var það ákveðið með konung-
legri tilskipun frá 1863, að þannig máttu menn ekki setjast að
nema fá til þess leyfi hjá sveitarstjórn. Var henni skylt að rök-
styðja leyfissynjun skriflega, og mátti áfrýja til sýslumanns, og
enn mátti áfrýja úrskurði sýslumanns til amtmanns. Menn öðluð-
ust sveitfesti á 10 árum, þ. e. framfærsluskylda varð hjá dvalar-
sveit eftir þann tíma.
Öruggast framfæri áttu embættismenn, kaupmenn, bændur og
vinnufólk. Vinnufólk bjó hins vegar við svo þröng kjör, þótt vist-
in væri trygg, að það gat ekki stofnað heimili og alið þar önn fyrir
börnum. Öryggi lausamanna um afkomu var vitaskuld háð af-
komu þeirra sem þeir buðu vinnu. Fólk, sem var ráðið til ársins,
naut öryggis í veikindum og slysum út ráðningartímann, en þeir,
sem náðu ekki heilsu, máttu búast við að fá ekki ráðningu aftur,
heldur verða að segja sig til sveitar. Embættismenn gátu ráðið
nokkru um hve lengi þeir sátu í embætti, og fengu síðan eftir-
laun.6
Reglur þær um búsetu og ráðningu, sem hér hefur verið gerð
grein fyrir, gerðu ekki mun á atvinnuvegum. Takmarkanir á rétti
manna til að setjast að í þurrabúð (við sjóinn) eða gerast húsmað-
ur (í sveit) höfðu vafalaust meira gildi við sjávarsíðuna. Var það
sett á vald sveitarstjórnar að bægja fólki frá. Aldalöng
reynsla var fyrir því að búðseta væri ótrygg, og var svo enn á þess-
um árum.7 Sveitarstjórnir lögðu sig fram um að bægja frá fólki,