Skírnir - 01.01.1986, Page 231
SKÍRNIR RÁÐNINGARSKILMÁLAR í LOK 19. ALDAR
227
sem ekki var treyst til að sjá sér farborða til lengdar, áður en það
næði sveitfesti. Var það jafnt til sjávar og sveita. Var það gert
með tilliti til áðurnefnds ákvæðis um sveitfesti.
Sýnt var fram á það með rökum að vistarskyldan var vinnuveit-
endum í óhag. Átti það jafnt við um útvegsmenn og bændur.
Varðandi bændur voru rökin þau að vinnufólk væri svo tryggt
með vistarbandinu að það mætti ekki reka, á hverju sem gengi.
Lausamenn yrðu því duglegri. Hábjargræðistíminn væri stuttur,
og af honum hefði bóndinn ágóða, en um veturinn vantaði arðgæf
verkefni (þar sem menn fóru ekki í verið, innskot BSt) og því væri
hæpinn ágóði af að framfleyta fólki allan veturinn. Einfaldara
væri að mega ráða fólk í annirnar á góðu kaupi og láta það svo sjá
um sig sjálft aðra tíma ársins.5 Líkt var með þilskipaútveginn sem
var orðinn nokkurs megnugur á Vesturlandi og á Vestfjörðum.
Þar var mest þörf fyrir fólk á sumrin, karla á skipin og konur í fisk-
verkun, en minni atvinna að vetrinum.
Á þessum árum hófust Vesturheimsferðir. Voru þær umdeild-
ar. Meðal annars þótti það að varast, að menn hlypu frá ómegð,
sem lenti þá á herðum sveitarstjórnar og þeirra sem greiddu til
sveitarsjóðs, og voru um það ákvæði í lögum frá 1887. Eftir sem
áður vofði það alltaf yfir hreppsnefndum, sérstaklega til sveita,
að fá til framfærslu fólk sem hafði hleypt heimdraganum, en
vegnað illa og verið sent heim á sveit sína, ef til vill með börn.
Losað um með nýjum lögum
Með batnandi afkomu varð minni hætta á sveitarþyngslum af
ómögum, og var þá dregið úr opinberu forræði varðandi búsetu.
Með lögum um þurrabúðarmenn frá 1888, sem komu í stað til-
skipunar um lausamenn og húsmenn frá 1863, þurftu menn að
sanna með vottorði tveggja skilríkra manna að þeir væru reglu-
menn og ráðdeildarsamir og að þeir ættu tiltekin lágmarksefni.
Var vald sveitarstjórnar til að synja manni búðsetu því gert skil-
yrt. Utan kaupstaðar eða verzlunarstaðar máttu menn ekki byggja
þurrabúð nema lóð fylgdi búðinni með matjurtagarði og húsa-
kynni væru sæmileg.
Árið 1894 var losað verulega um vistarskylduna. Þá var hverj-
um þeim manni, sem var 22 ára að aldri, heimilt að leysa sig und-