Skírnir - 01.01.1986, Page 236
232
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
hvers dugandi einstaklings til hvers konar nytsamlegra verka séu sem fæstar
skorður settar.
Og öfgafull lágríkisstefna getur að minnsta kosti ekki verið kenn-
ing um víðara starfssvið ríkisins.
Hér er ekki talað af mikilli þekkingu. Hayek er síður en svo
neinn fylgismaður lágríkisstefnu í ofangreindri merkingu. Hann
hefur tekið það skýrt fram í mörgum ritum sínum, að hann sé
ósammála ýmsum frjálshyggjumönnum nítjándu aldar, sem
töldu, að ríkið ætti ekki að gera annað en halda uppi lögum og
reglu. Þessu til stuðnings þarf ég ekki annað en vitna í þau rit
Hayeks, sem birst hafa á íslensku. í Leiðinni til ánauðar hafnar
hann berum orðum afskiptaleysis- eða laissez-faire-stefnu.5 Þar
segir Hayek ennfremur, að ríkið þurfi ekki að einskorða sig við að
halda uppi lögum og reglu: það megi til dæmis skipuleggja al-
mannatryggingar, skilgreina eignaréttindi manna til þess að
koma í veg fyrir, að þeir valdi hver öðrum kostnaði, og veita aðra
þá þjónustu, sem einstaklingarnir á markaðnum geta af einhverj-
um ástæðum ekki boðið fram (þ. e. framleiða samgæði (public
goods) sem hagfræðingar kalla).6 Mengunarvarnir, öryggiseftir-
lit, rekstur barnaskóla og sjúkrahúsa og samgöngubætur - allt
kann þetta að falla undir reglu Hayeks. Er þetta „öfgafull lágrík-
isstefna"?
í fyrirlestri þeim, sem Hayek flutti hérlendis 5. apríl 1980,
þrjátíu og sex árum eftir að hann samdi Leiðina tilánauðar, gerði
hann hlutverk ríkisins að umtalsefni. Hann sagði:
Vera kann, að ríkið verði að veita einhverja þjónustu - án þess að það megi
taka sér einkarétt til að veita hana - en það verður að gerast utan við markað-
inn. Vér lifum að mínum dómi við nægilega velmegun til þess, að ríkið geti
tryggt öllum lágmarkstekjur, og slík tekjutrygging krefst alls ekki neinna af-
skipta ríkisins af atvinnulífinu, neinna boða og banna eða truflunar verðlags.
. . . Ég held, að við getum stöðvað óheillaþróunina í lýðræðisríkjunum, ef rík-
ið veitir þjónustu, sem markaðurinn getur ekki veitt, til dæmis að verja borg-
arana, og tryggir öllum lágmarkstekjur, en lætur sér í öðru nægja að gæta al-
mennra laga, sem allir eru jafnir fyrir.7
Hayek er ekki andvígur því, að ríkið veiti ýmiss konar þjónustu,