Skírnir - 01.01.1986, Page 237
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
233
sem einstaklingarnir geta ekki boðið fram, en tekur það hins veg-
ar fram, að ríkið megi alls ekki áskilja sér einkarétt á því að veita
slíka þjónustu. Með slíkum einkarétti torveldi ríkið tilraunir ein-
staklinga, en ný þekking geti sprottið af slíkum tilraunum. Er
þetta „öfgafull lágríkisstefna"?
Margir harðir frjálshyggjumenn hafa reyndar gagnrýnt Hayek
fyrir undanslátt við ríkisafskiptasinna. Þeir benda til dæmis á, að
í Frelsisskránni (Constitution of Liberty)8 sé herskyldu ekki
hafnað, en hún er ein ógeðfelldasta kvöð, sem lögð er á nokkurn
mann.9 Þeir minna einnig á, að Hayek hefur ekki kveðið upp úr
um það skýrum orðum, hvort ríkið eigi að skipta sér af siðferði
borgara sinna eða ekki. Hayek er ennfremur hlynntari venjurétti
(common law) en þeim rétti, sem verður til við lagasetningu
(statutory law), en sumir frjálshyggjumenn óttast, að slíkur
venjuréttur verði ófrjálslegur.10 En hvað sem því líður, hefur
Þorsteinn Gylfason ekki rétt fyrir sér, þegar hann segir, að Hayek
fylgi „öfgafullri lágríkisstefnu“. Það er ekkert álitamál, að Hayek
fylgir ekki lágríkisstefnu.
2. Gerir Hayek „ályktunarvillu“?
Víkjum að þeim rökum, sem Hayek færir fyrir réttlætishugtaki
sínu og Þorsteinn hyggst hrekja. Þorsteinn greinir á bls. 169-71
þrenn rök Hayeks fyrir þeirri höfuðsetningu hans um réttlæti, að
tekjuskipting í markaðsskipulagi geti ekki ráðist af siðferðilegum
verðleikum manna, heldur hljóti hún að miðast við verðmæti
þeirrar vöru eða þjónustu, sem þeir hafi fram að bjóða:
1) verðleikamat sé illframkvæmanlegt eða jafnvel ófram-
kvæmanlegt,
2) það rekist á frelsi manna til starfa og
3) menn laðist ekki að þeim störfum, sem þeir séu hæfastir til að
gegna, nema þeir fái greitt fyrir þau samkvæmt verðmæti starf-
anna fremur en verðleikum sjálfra sín.
Þessi greining Þorsteins er að vísu ekki röng. Segja má, að Hayek
færi þrenn rök fyrir kenningu sinni um réttlæti: þekkingarrök,