Skírnir - 01.01.1986, Page 238
234
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
frelsisrök og nytj arök. Greining Þorsteins er þó mj ög ófullkomin,
þar sem hann tekur ekki nægilegt tillit til forsendna Hayeks og
lendir þess vegna á villigötum, þegar hann snýr sér að því að gagn-
rýna réttlætiskenningu Hayeks.
Fyrsta dæmið um þetta getur að líta á bls. 170. Þar fellir Þor-
steinn eftirfarandi dóm um frelsisrök Hayeks eða þau rök, að
valdboðið verðleikamat rekist á frelsi manna til starfa:
Að þvf er virðist eru rök hans fyrir þessu þau, að ein og sama staðreyndin -
nefnilega sú að við ráðum ekki yfir vitneskju um vitneskju og annað huglægt
ásigkomulag annarra - valdi því að manngildislaunakerfi er illframkvæman-
legt eða óframkvæmanlegt, og svo hinu líka að frelsi manna til athafna er æski-
legt eða nauðsynlegt. . . . Allt um það er hér ályktunarvilla: þó svo að ein og
sama staðreyndin hafi tvennar afleiðingar, er auðvitað ekki þar með sagt að
afleiðingamar hljóti ávallt að fylgjast að.
Hér er málum mjög blandað. Meginrök Hayeks fyrir einstak-
lingsfrelsi eru, eins og Þorsteinn segir, að það sé nauðsynlegt til
þekkingaröflunar og þekkingarmiðlunar. Þessi rök hvíla á óum-
flýjanlegum þekkingarskorti okkar. Þau rök Hayeks gegn vald-
boðnu verðleikamati, að það sé illframkvæmanlegt eða ófram-
kvæmanlegt, hvíla einnig á þekkingarskorti okkar. En rök Ha-
yeks fyrir því, að valdboðið verðleikamat rekist á frelsi manna til
starfa, eru alls ekki, að þekkingarskortur okkar hafi tvennar af-
leiðingar, sem hljóti alltaf að fylgjast að.
Hver eru raunveruleg rök Hayeks? Þau eru í sem fæstum
orðum, að slíku mati verði ekki framfylgt nema með öflugu mið-
stjórnarvaldi, sem samrýmist alls ekki frelsi einstaklinganna til
starfa - frelsi þeirra til þess að skiptast á þjónustu á frjálsum
markaði. Ég skal stuttlega reyna að skýra þetta. Gerum ráð fyrir
því, eins ólíklegt og það er, að við getum komið okkur saman um
einhverjar nothæfar reglur við verðleikamat. En hvað gerist
síðan, þegar einstaklingar fara í störfum sínum eða viðskiptum út
fyrir þessar reglur af einhverjum ástæðum, sem við sáum ekki
fyrir? Hvað gerist, þegar vinnuveitandi er ófáanlegur til þess að
greiða einhverjum tilteknum launþega eins hátt kaup og hann
ætti að gera samkvæmt reglunum, vegna þess að hann telur, að
vinnuafl launþegans sé sér ekki nægilega mikils virði til þess? Eða