Skírnir - 01.01.1986, Page 239
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
235
þegar bóndi uppsker miklu meira vegna góðs árferðis og sjómað-
ur er miklu aflasælli en búist var við? Eða þegar fæddur fram-
kvæmdamaður (entrepreneur) grípur skyndilega tækifæri, sem
honum gefst, og græðir fyrir vikið stórfé, svo að tekjur hans fara
fram úr því, sem hann ætti að fá samkvæmt verðleikastiganum?
Hayek er að reyna að koma okkur í skilning um það, að sökum
eðlislægrar óvissu tilverunnar og óhjákvæmilegs þekkingarskorts
okkar mannanna raska einstaklingarnir með frjálsum viðskiptum
sínum hverri þeirri tekjuskiptingu samkvæmt verðleikum, sem
við komum okkur saman um. Valdsmenn standa því frammi fyrir
valinu um að banna frjáls viðskipti einstaklinganna eða gefast
upp við að framfylgja verðleikamati sínu. í þessum skilningi rekst
valdboðið verðleikamat á frelsi manna. Eins og Hayek ritar í
Frelsisskránni:
Ríki, þar sem staða einstaklinganna ætti að svara til hugmynda fólks um sið-
ferðilega verðleika, væri því fullkomin andstæðafrjálsræðisskipulagsins. Þar
væri mönnum launað fyrir að gegna lögboðinni skyldu, en ekki fyrir árangur
verka sinna. Þar yrðu allar athafnir einstaklinganna að stjórnast af því, sem
aðrir teldu, að þeim bæri að gera, og þeir væru með því leystir undan allri
ábyrgð og áhættu af ákvörðunum.11
Förum að gefnu tilefni örfáum orðum um tvenn önnur rök Ha-
yeks gegn valdboðnu verðleikamati. Þekkingarrök hans gegn því
eru, að það sé illframkvæmanlegt eða óframkvæmanlegt vegna
þekkingarskorts okkar, en nytjarök hans, að við slíkt mat laðist
einstaklingar ekki að þeim störfum, sem þeir séu hæfastir til að
gegna. Um þessi rök ritar Þorsteinn Gylfason á bls. 171: „Þessar
tvær röksemdir eru nánast eins ónýtar og röksemdir geta verið;
það er ugglaust þess vegna sem Hayek reynir að snúa þeim í ann-
að en þær eru. Þær eru vitaskuld reynsluatriði báðar tvær. Samt
sýnir Hayek engan lit á því að vilja leiða í ljós að þær komi báðar
heim við reynslu mannanna eða rannsóknir þjóðfélagsfræðinga.“
Þeir, sem þekkja hið merka framlag Hayeks til umræðna hag-
fræðinga á fjórða áratugnum um sjálfstýrt og miðstýrt hagkerfi,
hljóta að furða sig á þessum ummælum Þorsteins.12 Hayek leiddi
þá rök að því í mörgum ritum, að menn yrðu í skynsamlegu hag-
kerfi að fá upplýsingar um, hvar hæfileikar þeirra nýttust þeim
sj álfum og öðrum best, svo að þeir gætu fært sig þangað (eða verið