Skírnir - 01.01.1986, Page 241
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS 237
málum eða hversu illa fólki hafi gengið að velja sér störf við hæfi,
þegar það hafi ekki haft frjálsa verðmyndun á þjónustu sinni að
leiðarstjörnu? Þorsteinn gefur það í skyn. En er það ekki jafn-
óskynsamlegt og að reyna að sanna þyngdarlögmálið með því að
endursegja óteljandi sögur um hluti, sem falla til jarðar? Til þess
að geta skilið, hvers vegna fólk laðast að atvinnugreinum, þar
sem eftirspurn er eftir þjónustu þess og hærri laun eru því í boði
en annars staðar, þurfa menn satt að segja ekki að vita margt um
mannlegt eðli.
3. Verðlaun í keppni eða ávextir aferfiði?
Sterk rök hníga að því, sem Hayek heldur fram, að valdboðið
verðleikamat ógni frelsi manna og torveldi upplýsingaöflun og
upplýsingamiðlun um, hvar hæfileikar manna gagnast best
öðrum. Þorsteinn kemur af einhverjum ástæðum ekki auga á
þessi rök. Sennilega veldur þetta einhverju um einkennilega, en
mjög greinilega ónákvæmni í einni þýðingu hans í Skírniskrifinu,
og hyggst ég hér staldra við þessa ónákvæmni, þar sem hún er um
margt lærdómsrík. Þorsteinn vitnar á bls. 170-71 í orð Hayeks, og
eru þau í íslenskun hans svofelld: „Það væri okkur bersýnilega
ekki til góðs að láta alla sem hafa lagt sig fram af samvizkusemi
njóta ávaxtanna af erfiði sínu.“ En hvernig eru þessi orð á frum-
málinu? Hayek segir á þeim stað, sem Þorsteinn vísar í: „It would
clearly not serve our purpose if we let all who have honestly stri-
ven share in the prize.“14 Það dylst ekki neinum enskumælandi
manni, að merking þessara orða Hayeks er önnur en þeirra, sem
Þorsteinn hafði eftir honum. Hayek er hér ekki að tala um þá
ávexti, sem mönnum beri af erfiði sínu. Hann er að tala um þau
verðlaun, sem þeim hlotnast í samkeppni.
Hyggjum því um stund að hugtakinu samkeppni og tengslum
þess við hugtakið réttlæti. Til hvers keppa menn í leik? Ekki síst
til þess að komast að því, hverjir eru bestir í leiknum. Ef við vit-
um fyrir, hverjir vinna, þá er keppnin tilgangslítil. Samkeppni,
hvort sem hún er söngkeppni, knattspyrnukeppni eða sam-
keppni á frjálsum markaði, er í eðli sínu þekkingarleit.15 Hún er
með öðrum orðum leit að sigurvegurum, og henni lýkur því með
verðlaunaveitingu í einhverri mynd. En Hayek brýnir það fyrir