Skírnir - 01.01.1986, Síða 242
238
HANNES H. GISSURARSON
SKlRNIR
okkur í Frelsisskránni, að í slíkum leik fá menn ekki verðlaun eft-
ir siðferðilegum verðleikum, heldur eftir hæfileikum sínum eins
og þeir eru skilgreindir í leikreglunum - það er: hæfileikum sínum
til þess að þóknast dómurum í leiknum. Við getum auðvitað kall-
að slíka hæfileika „verðleika“, þar sem við getum sagt, þegar eng-
in brögð eru í tafli, að sigurvegararnir verðskuldi verðlaun sín í
leiknum, en strangan greinarmun ber þó að gera á slíkum hæfi-
leikum og siðferðilegum verðleikum, eins og ég á eftir að koma
betur að í tveimur síðustu köflum þessarar ritgerðar.
Hayek tekur dæmi um listamenn, vísindamenn og fram-
kvæmdamenn (eða „athafnaskáld", svo að orð Matthíasar Jo-
hannessens sé notað). Ung stúlka með veika rödd hefur ekki
sömu hæfileika til þess að þóknast dómurum í söngkeppni og
hetjutenórinn, þótt hún hafi lagt miklu meira á sig. Sá, sem held-
ur því fram, að söngvarar í keppni eigi að njóta ávaxta erfiðis
síns, hefur ekki fullt vald á hugtakinu söngkeppni. Hann veit
ekki, hvað hann er að tala um. Söngkeppni hættir að vera söng-
keppni, ef verðlaun eru veitt eftir því, hvað keppendurnir hafa
lagt á sig, en ekki eftir misjöfnum hæfileikum þeirra til að syngja.
Svipuðu máli gegnir um keppni vísindamanna að orðstír fyrir
rannsóknir eða keppni framkvæmdamanna að gróða á markaði.
Dómarar í fyrrnefndu keppninni eru væntanlega aðrir vísinda-
menn,16 en í hinni síðarnefndu eru þeir neytendur á markaði. Við
hikum flest við að segja, að vísindamaður, sem uppgötvar nýtt lyf
fyrir tilviljun, fái nóbelsverðlaun fyrir siðferðilega verðleika sína,
eða að útgefandi, sem rambar á metsölubók fyrir jólin, hljóti
gróða sinn fyrir eigin tilverknað.
Það, sem við hljótum frá öðrum í verðlaun, hljótum við stund-
um fyrir hreina slysni, til dæmis vegna þess að við höfum fengið
einhverja hæfileika í vöggugjöf, sem aðrir hafa ekki fengið, svo
sem gott útlit, skarpar gáfur, fagra söngrödd eða fossandi
mælsku. Hitt er auðvitað annað mál, að hæfileika má rækja eða
vanrækja, þá má þroska, og þeim má eyða. Það er rétt, sem Þor-
steinn segir í ritgerðarlok, að við þurfum að uppgötva, hvaða
hæfileikum við búum sjálf yfir og hvaða hæfileika náungar okkar
hafa til að bera. En til þess þurfum við að búa við frelsi, eins og
ég á eftir að víkja að síðar á þessum blöðum. Og sá sannleikur um