Skírnir - 01.01.1986, Page 244
240
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
til að velja þjónustu mína (á einhverju umsömdu verði) eða hafna
henni. Ég get ekki selt þjónustu mína nema einhver annar kaupi
hana. Og öfugt: annar getur ekki keypt þjónustu mína nema ég
selji hana. Þær skorður, sem frelsi annarra setja frelsi mínu, má
auðvitað kalla frelsistakmarkanir, en flestir eru sammála um, að
þær séu eðlilegar. Margir hagfræðingar og heimspekingar telja að
vísu, að málið sé flóknara. Vinnuveitendur geti neytt aflsmunar í
samningum við launþega, afskiptaleysi valdsmanna af atvinnulíf-
inu valdið atvinnuleysi og svo framvegis.18 En í þessu viðfangi
þurfum við ekki að hafa áhyggjur af slíkum kenningum, því að
Þorsteinn beitir þeim ekki, heldur samsamar frelsistakmarkanir
vegna launasamninga á frjálsum markaði og frelsisskerðingu
vegna valdboðins verðleikamats.
Hvað takmarkar hins vegar frelsi mitt, þegar tekjurnar ráðast
af valdboðnu verðleikamati? Mér er ekki leyft að semja um þær
á frjálsum markaði, heldur leggur einhver stofnun ríkisins mat á
verðleika mína og framfylgir því síðan með valdi. Ef einhver
greiðir mér hærra kaup en ríkið telur, að mér beri, þá refsar ríkið
okkur með sektum eða öðrum ráðum. Og öfugt: Ef ég verð fyrir
óhappi, til dæmis fárviðri eða verðfalli á erlendum markaði, svo
að tekjur mínar lækka niður úr því, sem mér ber samkvæmt verð-
leikamati ríkisins, þá skattleggur ríkið annað fólk til þess að bæta
mér það upp (en við það vaknar auðvitað sú spurning, hvort það
fólk á óhapp mitt skilið). Ríkið verður að hafa sífelld afskipti af
kaupum og kjörum, enginn getur um frjálst höfuð strokið. Frelsi
mitt er augljóslega miklu minna við slíkt fyrirkomulag en við
skipulag launasamninga á frjálsum markaði, þótt afkomuöryggi
mitt kunni að vera meira.19
5. Má verja alrœðisríki með rökum Hayeks?
Hayek bendir á það í Frelsisskránni, að í stofnunum og stórfyrir-
tækjum sé fólki fremur greitt samkvæmt verðleikamati yfirmanna
en verðmæti þeirrar þjónustu, sem það veiti, með því að þar sé
erfitt að finna eða reikna út slíkt verðmæti. Hayek bætir því við,
að þetta takmarki ekki frelsi fólks, að því tilskildu að það geti val-
ið úr mörgum ólíkum stofnunum og fyrirtækjum, en ekkert eitt
verðleikamat sé alls ráðandi. Það auki frelsi fólks frekar en