Skírnir - 01.01.1986, Side 247
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS 243
ranglát? Hún er þrátt fyrir allt aðeins afleiðingin af frjálsu vali
einstaklinga. Engum hefur verið gert mein, ekkert óréttlátt verk
hefur verið unnið. Hvað hafa fylgismenn hinnar upphaflegu
tekjuskiptingar að athuga við hina nýju?22
Með þessari dæmisögu hyggst Nozick herða á því, að við getum
ekki neytt neinni forskrift að réttlátri tekjuskiptingu upp á fólk,
því að með vali sínu hlýtur það alltaf að raska slíkri tekjuskipt-
ingu. Slíkri forskrift að tekjuskiptingu verður ekki haldið við
nema með valdi - eða með öðrum orðum með því að taka af fólki
frelsið til að velja. Nozick er að brýna það fyrir okkur, að lífið
brjótist alltaf út úr þeim ramma, sem einhverjir heimspekingar
reyni að smíða utan um það.
Þorsteinn Gylfason tekur kenningu Nozicks svo saman á bls.
183, „að það sé frelsisskerðing að skipta sér af frjálsum skiptum
einstaklinga á hverjum þeim gæðum sem þeir eiga tilkall til“.
Hann teflir svipuðum rökum gegn henni og aðrir ríkisafskipta-
sinnar hafa gert á undan honum.23 Þessi rök eru í sem fæstum
orðum, að menn eigi ekki nauðsynlega fullt tilkall til þeirra fjár-
muna, sem þeir fara með. Þeir, sem notuðu nokkrar krónur til
þess að kaupa sig inn á söngskemmtanir Garðars Hólms, svo að
vísað sér til dæmisögunnar, áttu hugsanlega ekki fullt tilkall til
þeirra.
Hvers vegna þurfa menn ekki að eiga fullt tilkall til þeirra
fjármuna, sem þeir fara með? Þorsteinn tínir sitthvað til. í fyrsta
lagi bendir hann á það, að menn hafi ekki ráðstöfunarrétt á sum-
um þeim gæðum, er þeir njóta, til dæmis kennslustörfum við Há-
skóla íslands eða blíðu maka sinna.24 Hann hefur auðvitað rétt
fyrir sér um það. En hvers vegna hafa menn ekki ráðstöfunarrétt
á slíkum gæðum? Umfram allt vegna þess, að aðrir hafa ráðstöf-
unarrétt á þeim. Makinn ráðstafar blíðu sinni sjálfur, og yfirmenn
Háskólans, svo sem menntamálaráðherra og deildarforsetar,
ráða menn í kennslustörf. Sum gæði eru auðvitað þess eðlis, að
þau ganga ekki kaupum og sölum, þótt þau kunni að vera eftir-
sótt, til dæmis kennslustörf við Háskóla íslands. En þetta svar
nær auðvitað ekki mjög langt, því að mörg önnur gæði eru þess
eðlis, að menn geta skipst á þeim á frjálsum markaði, og sagan af
skiptum Garðars Hólms og áheyrenda hans er saga af slíkum við-