Skírnir - 01.01.1986, Page 248
244
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
skiptum. Þorsteinn getur ekki ráðstafað embætti sínu við Há-
skóla íslands að eigin vild, en með því er auðvitað ekkert sannað
um það, að áheyrendur á söngskemmtunum Garðars Hólms hafi
ekki haft fullt tilkall til þeirra fjármuna, sem þeir notuðu í að-
gangseyri. Eða telur Þorsteinn, að hann hafi ekki sjálfur ráð-
stöfunarrétt á þeim launum, sem hann þiggur fyrir kennslustörf?
í öðru lagi heldur Þorsteinn því fram, að séreignarrétturinn
skerði með ýmsum hætti frelsi.25 Hann hefur, tel ég, rétt fyrir sér
um þetta: eignarréttur felur það óhjákvæmilega í sér, að öðrum
en eigendunum eru bönnuð afnot af eigninni. Eignarréttur þinn á
tilteknum hlut skerðir frelsi mitt til þess að nota hlutinn. Þor-
steinn segir á bls. 185, að ekki megi líkja rétti manns til að fara
með eign sína við rétt hans til að biðja sér konu eða sækja um starf
(og samsvarandi rétti konunnar eða vinnuveitandans til að taka
honum eða hafna) eins og Nozick kenni. Eignaréttindi séu sér-
réttindi eða forréttindi, sem sumir njóti og aðrir ekki, en réttindi
til að biðja sér konu og leita að starfi séu samréttindi, þar sem
réttur eins manns í hópnum takmarkist af sama rétti annarra í
hópnum. Réttur vonbiðils sé háður samþykki væntanlegs maka
með sama hætti og réttur umsækjanda um starf sé háður sam-
þykki væntanlegs vinnuveitanda.
Fatast Þorsteini hér ekki tökin? Munur er að sönnu á samrétt-
indum og sérréttindum, en sá munur hlýtur að vera annar en Þor-
steinn vill vera láta. Hann er ekki munur á mannréttindum og
eignaréttindum. Ég bendi á tvennt því til stuðnings. í fyrsta lagi
virðast eignaréttindi vera samréttindi í þeim skilningi, sem Þor-
steinn leggur í hugtakið samréttindi. Eignarrétturinn er í eðli sínu
jafn réttur, þótt það kunni að villa um fyrir Þorsteini, að menn
eiga misjafnlega miklar eignir og að þeir eiga ekki sömu eignirn-
ar. Fátæklingur hefur í frjálsu landi nákvæmlega sama rétt til þess
að fara með eignir sínar og efnamaðurinn. Hann hefur rétt til þess
að selja þær og kaupa aðrar og ráðstafa þeim með öðrum hætti. í
öðru lagi sýnist mér ekki betur en mannréttindi séu sérréttindi í
þeim skilningi, sem Þorsteinn leggur í hugtakið sérréttindi. Rétt-
ur konu yfir líkama sínum felur auðvitað í sér frelsisskerðingu
ekki síður en réttur eiganda yfir eign sinni. Konan má banna öðr-
um afnot af líkama sínum. Hún hefur auðvitað líka rétt til þess að