Skírnir - 01.01.1986, Síða 249
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
245
fara vel eða illa með líkama sinn, rækta hann eða drekka, dufla og
hlaupa í spik. Nozick hefur því sitthvað til síns máls, þegar hann
líkir ráðstöfunarrétti manns yfir líkama sínum við ráðstöfunar-
rétt hans á eignum sínum.26
Hinn raunverulegi munur á samréttindum og sérréttindum sést
best af sögulegum dæmum um sérréttindi. Einokunarverslun
Dana á íslandi leggur okkur til eitt slíkt dæmi: Danskir kaup-
menn, sem höfðu fengið til þess tilskilin leyfi konungs, máttu ein-
ir versla við Íslendinga. Ríkið úthlutaði þeim með öðrum orðum
sérréttindum. Annað dæmi er það, að lækningar eru á okkar dög-
um bundnar sérstökum leyfum. Gyðingalæknar, sem hröktust frá
Þýskalandi til Islands fyrir síðari heimsstyrjöld, fengu hér ekki
lækningaleyfi og urðu því að stunda venjulega verkamannavinnu,
uns þeir komust til Bandaríkjanna.27 Þeir urðu fyrir barðinu á
sérréttindum þeim, sem íslenskir læknar höfðu tekið sér með að-
stoð ríkisins. (Þess má geta, að frjálshyggjumenn eins og Fried-
man, Stigler og Hayek hafa mjögbeitt sér gegn öllum slíkum sér-
leyfum.)28 Þriðja dæmið sæki ég til Suður-Afríku. Hvítir menn
mega einir eiga fasteignir á ýmsum stöðum í landinu. Þeim er
bannað að selja þeldökkum mönnum slíkar eignir. Hvítir menn
njóta með öðrum orðum sérréttinda, og þeirra njóta þeir í skjóli
ríkisins.29
7. Erfrelsi í skilningi Nozicks ekkert annað en séreignarréttur?
Þorsteinn hneykslast á þeirri frelsisskerðingu, sem í því felst, að
eigandi getur bannað öðrum afnot af eign sinni. En hlýtur hann
ekki með sömu rökum að hneykslast á þeirri frelsisskerðingu,
sem í því felst, að nauðgun er óleyfileg að lögum? Sá greinarmun-
ur, sem Þorsteinn gerir á samréttindum og sérréttindum, dugir
honum augsýnilega ekki. En eitt segir Þorsteinn satt, þótt hann
segi það ekki skýrt, og það er, að samkvæmt kenningu Nozicks
verður upphafleg eignaskipting að vera réttlát, til þess að við-
skipti manna séu réttlát.30 Menn geta ekki ráðstafað öðru en því,
sem þeir hafa réttmætt tilkall til, og spurningin er, hvernig þeir
öðlast slíkt tilkall. Meistari Jón Vídalín benti á þessa veilu fyrir
mörg hundruð árum: „Viljum vér athuga, bræður mínir, af
hverju flestir eru í fyrstunni ríkir orðnir?“ spurði hann í messu á