Skírnir - 01.01.1986, Page 252
248
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
sem allar aðrar uppsprettulindir þorna upp, geti ekki heldur sett
upp hvaða verð sem er fyrir vatnið. Með því versni hagur annarra
vinjarbúa óleyfilega - með því leggi hann óumbeðinn og óum-
saminn kostnað á þá. Fyrirvari Lockes (eða Nozicks) taki af eig-
andanum ráðin. Eignarréttur hans hljóti því að víkja fyrir frelsi
vinjarbúa. Nozick bætir í bókinni við öðru dæmi: af einkaeiganda
einhverrar eyjar. Hann leggur áherslu á það, að eigandinn geti
ekki vísað skipbrotsmanni, sem beri að landi, út í sjó. Fyrirvari
Lockes verndi skipbrotsmanninn. Enn hljóti eignarrétturinn að
víkja fyrir frelsinu. Nozick, sem hefur með afbrigðum fjörugt
ímyndunarafl, hefur nefnt enn eitt dæmið, þegar við höfum ræðst
við um þetta mál: það er af geimfari á ferð um himinhvolfið. Hafa
sumir rétt til þess að nota eignarrétt sinn á þeim takmarkaða
forða andrúmslofts, sem til sé í geimfarinu, og neita öðrum um
loft, þótt þeir viti, að með því valda þeir dauða þeirra? Nozick
svarar því neitandi af sömu ástæðu og áður.
Hitt er annað mál, að þeir menn eru til, sem telja séreignarrétt
og frelsi eitt og hið sama. Ég hef lagt það til að kalla þá markaðs-
hyggjumenn og margsinnis gert skýran greinarmun á þeim og
venjulegum frjálshyggjumönnum eins og Hayek, Friedman og
Nozick.38 í hópi markaðshyggjumanna eru hagfræðingurinn
Murray Rothbard og sagnfræðingurinn Ronald Hamowy. Þeir
eru ekki stuðningsmenn lágmarksríkis, heldur stjórnleysingjar,
því að þeir telja, að einstaklingar geti leyst og eigi að leysa öll mál
sín með frjálsum viðskiptum og þurfi því ekki á neinu ríki að
halda. Nozick hefur gagnrýnt þá harðlega í mín eyru, notað orðið
„propertarianism“ um stefnu þeirra, en „libertarianism“ um eigin
stefnu.39 Ég hygg, að sumar athugasemdir Þorsteins Gylfasonar
kunni að eiga við markaðshyggjumenn, þótt þær eigi hvorki við
Hayek né Nozick. Er hann hér ekki að hengja bakara fyrir smið?
8. Er mótsögn á milli raka Nozicks fyrir séreignarrétti
og raka hans gegn kenningu Harts?
Sú ásökun Þorsteins Gylfasonar er tilhæfulaus, að þeir Hayek og
Nozick samsami eignarrétt og frelsi. Samkvæmt kenningu Noz-
icks víkur eignarrétturinn fyrir frelsinu, ef hann rekst á það. Hitt
er auðvitað annað mál, eins og þeir Hayek og Nozick þreytast