Skírnir - 01.01.1986, Síða 253
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS 249
ekki á að minna á fremur en aðrir frjálshyggjumenn, að náin
tengsl eru á milli eignarréttar og frelsis. í eignarrétti felst, að eig-
andinn getur bannað öðrum mönnum afnot af eign sinni, en það
merkir auðvitað, að hann getur bannað valdsmönnum afnot af
henni. Eignarréttur fólks veitir því sjálfstæði. Hann setur valds-
mönnunum skorður: hann er skjöldur frelsisins, þótt hann sé ekki
frelsið sjálft. Höfundar stjórnarskrárinnar íslensku (sem runnin
er eins og aðrar stjórnarskrár í Norðurálfunni af rótum mannrétt-
indayfirlýsingarinnar frönsku og sjálfstæðisyfirlýsingar Banda-
ríkjamanna) skildu þetta, þegar þeir settu í hana ákvæði um frið-
helgi eignarréttarins. En dugir sá fyrirvari Lockes, sem Nozick
setur um það, þegar menn slá eign sinni á gæði jarðarinnar? Þor-
steini verður tíðrætt um mótsögn, sem virðist vera á milli raka
Nozicks fyrir séreignarrétti og raka hans gegn kenningu hins
kunna breska heimspekings Herberts L. A. Harts. Hyggjum um
stund að þessari ætluðu mótsögn.
Nozick rökstyður tilkall manna til hluta, sem þeir hafa slegið
eign sinni á (og skert frelsi annarra til að nota hlutina), með því,
að aðrir hafi ekki beðið neitt tjón. Þorsteinn vitnar á bls. 186 í
eftirfarandi ummæli Nozicks um bótakröfu Fouriers vegna frels-
isskerðingar af völdum eignarréttar: „En þetta er of langt gengið.
Til slíkra bóta mundu þeir einir eiga tilkall sem væru efnaminni en
þeir voru áður, þannig að framfarirnar hefðu ekki bætt þeim
skaðann af frelsissviptingunni með bættum efnahag." Síðan bætir
Þorsteinn við frá eigin brjósti: „Svo að hér er frelsið allt í einu
hætt að skipta meginmáli: það má meta til fjár og selja fyrir hálfa
skósóla ef einkaeignarhagsmunir eru í húfi.“
Þorsteinn snýr sér síðan að rökum Nozicks gegn kenningu
Harts. Þessi rök eru í sem fæstum orðum, að nauðung við menn,
til þess að þeir leggi fram fé eða fyrirhöfn, réttlætist ekki af því
gagni, sem þeir geti sjálfir haft af framlaginu, eins og Hart telji.40
Það, sem máli skiptir, segir Nozick, er, hvort framlag mannanna
er umsamið og umbeðið af þeim sjálfum, en ekki, hvort það sé
gagnlegt fyrir þá að dómi einhverra annarra.41 Og síðan segir Þor-
steinn sigri hrósandi á bls. 187: „Skyldur manns ráðast af því einu
sem hann hefur fallizt á af frjálsum og fúsum vilja. En þar sem um
einkaeignaréttinn er að tefla, eins og hjá Fourier, er annað uppi