Skírnir - 01.01.1986, Síða 256
252
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
Rök Nozicks standast því þessa gagnrýni. Fyrirvari þeirra
Lockes og Nozicks verndar menn gegn frelsisskeröingu vegna
landnáms annarra. En standast þessi rök hins vegar í heimi stað-
reyndanna? Er það rétt, að menn bíði að öllu jöfnu ekki tjón við
landnám annarra? Við fáum, held ég, nokkra vísbendingu um
sennilegasta svarið með því að bera hlutskipti manns, sem flyst til
Bandaríkjanna 1950, þegar flest gæði eru numin, saman við hlut-
skipti manns, sem flyst þangað 1650, þegar flest gæði eru ónumin.
Hvor innflytjandinn er líklegri til þess að geta lifað þægilegra lífi
og búið við betri kjör? Tvímælalaust sá, sem flyst þangað 1950.
Skýringin er auðvitað sú, að hann nýtur þeirrar víðtæku verka-
skiptingar, sem fengið hefur að þrífast og dafna í þrjár aldir í
skjóli séreignarréttar og veitt almenningi óteljandi tækifæri.
Kjarni málsins er sá, sem frjálslyndir hagfræðingar frá dögum
Adams Smiths hafa brýnt fyrir okkur, að ég þarf ekki að tapa,
þótt þú græðir. Ég þarf ekki að bíða neitt tjón, þótt þú sláir eign
þinni á einhver ónumin gæði. Segjum sem svo, að þér hafi tekist
að nema jörð í Bandaríkjunum, en allar byggilegar jarðir séuhins
vegar fullnumdar, þegar mig beri að garði nokkrum árum síðar.
En þið bændurnir þurfið ýmislega þjónustu, sem ég get reynt að
veita ykkur. Þú og þínir líkar myndið markað fyrir mig. Þið lokið
að vísu sumum tækifærum fyrir mér, en þið opnið önnur tækifæri,
og einföld reynslurök hníga að því, að þau tækifæri séu mér miklu
meira virði.45
10. Nytjarök eða frelsisrök fyrir séreignarrétti?
Ég get ekki skilið svo við þetta mál, að ég ræði það ekki örlitlu
betur, hvort Nozick beiti einkum nytjarökum fyrir séreignarrétti.
Nozick kemst í nokkra mótsögn við sjálfan sig, ef hann beitir slík-
um rökum, því að hann sækir flest rök sín önnur í réttindi ein-
staklinganna, en segir hugvitssamlegar dæmisögur gegn nytja-
sjónarmiðum.46 Frjálshyggjumenn hafa margir tortryggt nytja-
rök, því að þau má nota til þess að fórna einstaklingnum fyrir
heildina, ef það er talið nytsamlegt fyrir heildina.47 Ég held, að
Nozick beiti ekki nytjarökum fyrir séreignarrétti, heldur einföld-
um reynslurökum, og skal ég reyna að skýra það stuttlega með