Skírnir - 01.01.1986, Page 257
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
253
samanburði. Hvernig eru nytjarök fyrir séreignarrétti? Þau eru
eitthvað á þessa leið:
1) Æskilegter aðvinna tiltekið verk, efþaðer nytsamlegtfyrir
heildina, eykur á vellíðan, örvar hagvöxt, bætir almenn lífs-
kjör og svo framvegis.
2) Séreignarrétturinn auðveldar verkaskiptingu í atvinnulífinu,
örvar hagvöxt, bætir almenn lífskjör og svo framvegis.
3) Einhverjir verða að slá eign sinni á ónumin gæði, til þess að
séreignarréttur öðlist gildi.
4) Séreignarrétturinn er því æskilegur og leyfilegt að slá eign
sinni á ónumin gæði.
Samkvæmt slíkum rökum réttlætist það verk að slá eign sinni á
ónumin gæði (og banna öðrum afnot af þeim) af því, að það sé
nytsamlegt fyrir heildina. Hugsanlegum hagsmunum einstakling-
anna, sem útundan verði, sé fórnað fyrir hagsmuni heildarinnar.
Rök Nozicks eru annarrar gerðar. Þau má taka svo saman:
1) Leyfilegt er að vinna tiltekið verk (þ. e. það felur ekki í sér
óréttmæta frelsisskerðingu), ef aðrir skaðast ekki á því.
2) Séreignarrétturinn auðveldar verkaskiptingu í atvinnulífinu,
örvar hagvöxt, bætir almenn lífskjör og svo framvegis.
3) Þeir, sem ekki slá eign sinni á einhver ónumin gæði, skaðast
ekki á því, að aðrir geri það, því að tækifærum þeirra sjálfra til
fjáröflunar fækkar ekki fyrir vikið (nema síður sé).
4) Því er (við tiltekin skilyrði, svo sem þau að ekki sé beitt of-
beldi, blekkingum og fjárkúgun) leyfilegt að slá eign sinni á
ónumin gæði, og sú eignaskipting, sem hlýst af því og af frek-
ari viðskiptum einstaklinga með gæðin, er réttlát.
Samkvæmt þessum rökum helgast það að slá eign sinni á ónumin
gæði ekki af því, að það sé nytsamlegt fyrir heildina, heldur af því
að aðrir skaðist ekki á því. Nozick sækir aðra og þriðju forsendu
sína í reynslu okkar og hagfræðilega þekkingu, en menn geta að
sjálfsögðu efast um þær báðar eins og um hina fyrstu, sem er vit-
anlega ekkert annað en hin siðferðilega forsenda frjálshyggju-
manna - sjálf frelsisreglan.