Skírnir - 01.01.1986, Side 258
254
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
11. Hagnýtir Nozick sér einhverja tvíræðni
í merkingu enska orðsins „asset“?
í umræðum um eignarrétt og frelsi virðist Þorsteini Gylfasyni
verða miklu starsýnna á dauða hluti en lifandi fólk. Bestu gæðin,
sem menn geta selt, eru hins vegar fólgin í þeim sjálfum. Tekjur
manna af sjálfum sér skipta miklu meira máli en tekjur þeirra af
eignum, enda eru eignatekjur taldar um eða innan við 5% af
þjóðartekjum í Bandaríkjunum.48 Sú auðlind, sem mestu máli
skiptir, er mannleg þekking, kunnátta og vitneskja, enda höfum
við þegar komist að því í þessari ritgerð, að meginrök Hayeks fyr-
ir einstaklingsfrelsi eru, að við það geti menn nýtt sér þekkingu
hver annars með viðskiptum og aflað sér nýrrar þekkingar með
tilraunum úti á markaðnum.49 Nozick sagði mér á sínum tíma, að
þessi rök Hayeks hefðu snúið sér frá samhyggju til frjálshyggju,
er hann tók á háskólaárunum að kynna sér kenningar frjáls-
hyggjumanna. Nefndi Nozick einkum til einn kaflann í Frelsis-
skrá Hayeks, og ber sá heitið „Sköpunarmáttur frjálsrar
menningar“.50 Kenningar Hayeks og Nozicks eru þó um margt
ólíkar: Hayek leggur áherslu á hefðir og venjur í mannlegu sam-
lífi, en kenning Nozicks hefur þótt sértækari (abstrakt) en góðu
hófi gegni. Hayek beitir stundum nytjarökum, en Nozick hafnar
öllum slíkum rökum, enda styðst hann við hina áhrifamiklu hug-
mynd um almenn mannréttindi.
Umfram allt reisir Nozick réttlætiskenningu sína á hugmynd,
sem kalla má sjálfseign einstaklingsins (þótt ég viti að vísu, að
Nozick sé sjálfur ekki hrifinn af því heiti á hugmyndinni).51 Sam-
kvæmt henni á einstaklingurinn sjálfan sig í þeim skilningi, að
hann á tilkall til þess verðmætis, sem leiðir beinlínis af hæfileikum
hans, vitsmunum, atorku og öðrum eiginleikum. Sennilega er
best að skýra hugmyndina um sjálfseign einstaklingsins af and-
stæðu hennar: þegar einstaklingurinn er ekki eign sjálfs sín, held-
ur annarra. Hvenær er hann eign annarra? Til dæmis þegar hann
er þræll annarra, eins og flestir þeir menn, sem uppi hafa verið frá
öndverðu, hafa sennilega verið. Þrællinn á ekki tilkall til þess
verðmætis, sem leiðir beinlínis af hæfileikum hans, vitsmunum,
atorku og öðrum eiginleikum, heldur eigandinn. Flestir nútíma-
menn segja líklega sem svo, að hugmyndin um sjálfseign einstak-