Skírnir - 01.01.1986, Page 260
256
HANNES H. GISSURARSON
SKlRNIR
Verður Þorsteini hér ekki fótaskortur í fræðunum? Hann mis-
skilur að minnsta kosti orðið „asset“. Nozick notar það í merking-
unni: hæfileiki, semermanninum, sem hefurhann til að bera, eða
öðrum einhvers virði. í því felst oft, en ekki alltaf, að slíkur hæfi-
leiki sé seljanlegur á frjálsum markaði. Þorsteinn tekur dæmi úr
orðabók Websters: „Charm is her chief asset.“ En sá þokki, sem
hvílir yfir vinkonu Websters, er ekki verðleiki konunnar, eins og
Þorsteinn heldur fram. Hann er að vísu kostur við konuna, en
hann kemur siðferðisgildi verka hennar ekki við. Slíkur þokki er
gj arnan selj anlegur á frj álsum markaði, og konan nýtur hans auð-
vitað alltaf í viðskiptum við annað fólk, hvort sem hún gerir hann
sjálf að söluvöru eða ekki. Aðlaðandi útlit eða geðfelld fram-
koma spillir ekki fyrir neinum.
Samkvæmt kenningu Nozicks eiga menn tilkall til allra þeirra
hæfileika sinna, sem eru þeim sjálfum eða öðrum einhvers virði.
Vinkona Websters á þannig sjálfa sig, en þokkinn er hluti hennar
og því réttmæt eign hennar. Mér finnst satt að segja ekkert óeðli-
legt við þessa orðnotkun. Herðum á þessari hugsun með öðru
dæmi. Menn eru fæddir misjafnlega hæfir til þess að nema á bók.
Sumum gengur betur í skóla en öðrum, þeir ljúka prófum með
betri vitnisburði en aðrir, og þeim bjóðast þess vegna að öðru
jöfnu betri störf. Námsgáfur þeirra koma siðferðilegum verðleik-
um þeirra ekki við. Spurningin er þessi: Á að leggja sérstakan
skatt á námsgáfur til þess að bæta þeim, sem ekki hlutu þær í
vöggugjöf, það upp? Eða á aðlaðandi útlit, sem menn ráða litlu
sem engu um sjálfir? Nozick svarar neitandi. Þokki, námsgáfur,
útlit - fólk á þessa hæfileika sjálft, og það á tilkall til þess verð-
mætis, sem af því leiðir. Greinarmunur Þorsteins á kostum
manna eða verðleikum annars vegar og eignum þeirra hins vegar
á því ekki við. Verið getur, að hann ruglist, af því að orðið
„kostur“, sem hann notar, er tvírætt. Það merkir annars vegar
mannkostir eða verðleikar, hins vegar hæfileikar (til dæmis í setn-
ingunni: „Helsti kosturinn við hann er, að hann er góður penni“).
12. Fyrirfinnast engar „náttúrlegar eignir“?
Hayek og Nozick telja hvorugur, að menn verðskuldi í siðferði-
legum skilningi þá hæfileika sína, sem þeir fæðast með. En hefur