Skírnir - 01.01.1986, Síða 261
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
257
Nozick rétt fyrir sér um það, að menn hafi tilkall til hæfileika
sinna, til dæmis hæfileika sinna til þess að veita þjónustu, sem
aðrir eru fúsir til að greiða þeim fyrir á frjálsum markaði? Hefur
Garðar Hólm tilkall til sinnar voldugu söngraddar og allra þeirra
tekna, sem hann getur af henni haft? Á hann söngrödd sína eða
eiga hana einhverjir aðrir? Hefur Guðrún Helgadóttir rithöfund-
ur tilkall til allra þeirra tekna, sem hún getur haft af því að semja
barnabækur, sem renna út eins og heitar lummur? Hafa læknarn-
ir, sem ganga út úr Háskólanum inn í vel launuð störf, þar sem
þeir fæddust með betri námsgáfur en aðrir, tilkall til hærri tekna
en hinir, sem féllu á prófum á fyrsta ári? Er eitthvað eðlilegt eða
náttúrlegt við þetta?
Ég er sammála Þorsteini Gylfasyni um það, að Nozick gengur
að tilkalli manna til hæfileika sinna vísu. Hann gefur sér það í
forgjöf, eins og Þorsteinn orðar það. Ég held einnig, að menn geti
neitað þessari forsendu Nozicks án þess að verða sjálfum sér
ósamkvæmir. En með því neita þeir hugmyndinni um sjálfseign
einstaklingsins, og það getur haft ýmsar ógeðfelldar afleiðingar.
Þú hefur hæfileika til að sjá (annars værir þú ekki að lesa þessa
ritgerð). Gerum ráð fyrir, að valdsmenn komi til þín og segi sem
svo: „Þú hefur notið tveggja góðra augna allt þitt líf, á meðan
náungi þinn hefur verið blindur. Nú hefur læknavísindunum
fleygt svo fram, að við getum grætt annað augað úr þér í hann, svo
að hann fái hálfa sjón. Þetta er réttlætismál, og fyrir réttlætinu
verður þú að víkja eins og allir aðrir. Við tökum þess vegna úr þér
annað augað, hvort sem þú samþykkir það eða ekki.“53 Hverju
ætlar þú að svara? í hvaða lögmál ætlar þú að vísa, sem banni
valdsmönnum að taka úr þér annað augað? Flest erum við líkleg
til að svara því til, að við höfum fullan ráðstöfunarrétt yfir augum
okkar og yfir því, sem við njótum þeirra vegna, svo sem fallegs út-
sýnis, margvíslegs hagræðis og svo framvegis. Flest erum við með
öðrum orðum líkleg til að vísa í lögmálið um sjálfseign einstak-
lingsins. Við getum auðvitað ekki sannað, að einstaklingurinn
eigi sjálfan sig, en Þorsteinn og aðrir samhyggjumenn geta ekki
heldur sannað, að aðrir eigi hann.
Nozick og aðrir frjálshyggjumenn aðhyllast fyrri kostinn,
sjálfseign einstaklingsins, samhyggjumenn hinn síðari. Mér er
17 — Skírnir