Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 262
258
HANNES H. GISSURARSON
SKtRNIR
það minnisstætt, þegar ég las það fyrir mörgum árum í ræðu eftir
Adolf Hitler, að þjóðernis-samhyggjumenn þyrftu ekki að þjóð-
nýta framleiðslutækin, þar sem þeir hefðu þegar þjóðnýtt menn-
ina. Með þessum orðum hafnaði Hitler sjálfseign einstaklingsins
- taldi hann eign ríkisins. Nokkrum árum síðar rakst ég á frétt um
það í dagblaði í San Francisco, að í Víetnam sameignarsinna væri
sjálfsmorð talið sams konar afbrot og liðhlaup. Hér var á ferðinni
sama hugsun og í ræðu Hitlers: fólk mátti ekki ráðstafa sér sjálft,
heldur gerði ríkið það.
Ég trúi því öndvert við Þorstein og aðra þá samhyggjumenn,
sem ég hef nefnt, að til séu náttúrlegar eignir. Einstaklingar séu
með öllum kostum sínum og göllum, hæfileikum og eiginleikum,
náttúrlegar eignir sjálfra sín og þrælahald sé af þeim sökum ónátt-
úrlegt. Fyrir því færi ég ekki aðeins þau rök, að þrælahald sé mér
ógeðfellt. Önnur rök, sem Nozick notar ekki sjálfur, hníga að
því, að þrælahald sé ónáttúrlegt. Þau eru í sem fæstum orðum, að
það hefur tilhneigingu til að útrýma sjálfu sér, ef frjáls viðskipti
eru leyfð. Hagfræðin kennir okkur að búast við því, að gæði færist
úr óhagkvæmari í hagkvæmari notkun, ef frjáls viðskipti eru
leyfð.54 Þræll nýtist betur sem frjáls maður en þræll: hann er með
öðrum orðum meira virði sem frjáls maður en sem þræll, og þess
vegna er ástæða til að ætla, að hann kaupi sér lausn (eða að aðrir
leysi hann) úr ánauð, sé þess einhver kostur.
Þorsteinn heldur, að því er virðist, að allar reglur mannlegs
samlífs séu mannasetningar. Hann ritar á bls. 193, að „öll réttindi
fljótiaf reglum, og allarreglurséuseítorreglur“. Þorsteinn heldur
með öðrum orðum, að greinarmunur náttúrulögmála og manna-
setninga sé tæmandi. En þetta er alrangt. Til eru ýmsar reglur,
sem ekki hafa verið settar af neinum einstökum mönnum, heldur
sprottið sjálfkrafa upp við sérstakar aðstæður eða af einhverri
mannlegri nauðsyn. Til dæmis má taka flestar reglur mál-
fræðinnar, norrænan venjurétt (eins og SigurðurLíndal prófessor
hefur brýnt fyrir okkur),55 lögmál markaðarins og ýmsa þá siði,
sem gegna miklu hlutverki í mannlífinu. Heldur Þorsteinn Gylfa-
son, að reglur íslensks máls hafi verið settar af einstökum
mönnum? Heldur hann, að íslenska sé eins og esperantó? Sjálf-
sprottnar reglur eru vildarefni í þeim skilningi, að við getum brot-