Skírnir - 01.01.1986, Side 263
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
259
ið þær, ef við viljum, en það kann að hafa ýmsar afleiðingar, sem
við kærum okkur ekki um. Ef Þorsteinn tekur til dæmis upp á því
að nota orð í annarri merkingu en venja er til, þá á hann á hættu,
að aðrir misskilji hann.
Það kemur mér á óvart, að Þorsteinn skuli ákalla skoska hugs-
uðinn Davíð Hume sér til stuðnings í þessu efni, því að Hume var
einn fyrsti heimspekingurinn, sem gerði skipulega grein fyrir því,
hvernig reglur gætu orðið til, án þess að neinn einstakur maður
hefði sett þær. Hann leiddi rök að því í Ritgerð um mannlegt eðli,
að séreignarrétturinn hefði sprottið upp af mannlegri nauðsyn, en
ekki verið settur af neinum einum manni eða hópi. Hume taldi,
að virðingin fyrir eignum annarra væri mönnum ekki ásköpuð
dygð eða eðlislæg,56 en kynslóðunum hefði lærst það á löngum
tíma, að hún gæfist betur en aðrar reglur eða venjur. Hún væri því
áunnin. Menn hefðu ekki sest á rökstóla í árdaga og samþykkt
séreignarréttinn, heldur smám saman uppgötvað, að hann væri
nauðsynlegur í glímu ófullkominna og eigingjarnra (eða að
minnsta kosti skammsýnna) manna við skortinn.57 Séreignarrétt-
urinn var náttúrlegur að sögn Humes í þeim skilningi, að hann
hlaut að spretta upp af mannlegri nauðsyn, en hann var ekki til
utan og ofan við siðað mannlegt samlíf: hann var ekki ætlunar-
verk neinna einstaklinga, heldur óhjákvæmileg afleiðing af
mannlegum verkum.58 Hume reit:
Þótt réttlætisreglurnar séu mannanna verk, eru þær ekki geðþóttaefni. Það er
ekki heldur óviðeigandi að kalla þær náttúrlegar, ef vér höfum með orðinu
„náttúrlegur" það í huga, sem sameiginlegt er tegundinni, eða takmörkum
það jafnvel við það, sem ekki verður skilið frá tegundinni.59
Sennilega er best að orða þessa hugsun svo, að séreignarrétturinn
sé siður.
Þess má geta, þar sem Þorsteinn ólmast gegn Hayek í sömu
mund og hann ákallar Hume, að Hayek hefur mjög svipaðar
skoðanir í þessu efni og Hume.60 Þorsteinn hefði ennfremur mátt
kynna sér rök Humes gegn öllum tilraunum til að neyða einhverri
réttlátri tekjuskiptingu upp á fólk. Hann reit í Ritgerð um mann-
legt eðli: