Skírnir - 01.01.1986, Side 264
260
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
Það væri vissulega æskilegt, ef menn ættu það eitt, sem þeim hæfði og sniðið
væri að þörfum þeirra. En fyrir utan það, að margir kynnu að finna hjá sér þörf
fyrir einn og sama hlutinn, er þetta svo umdeilanlegt og menn svo hlutdrægir
og ákafir í deilum, að óskýr og óviss regla sem þessi getur alls ekki samrýmst
friði í mannlegu samlífi. Sú venja, að hver búi að sínu, en girnist ekki eigur
náunga síns, myndast til þess að koma í veg fyrir slíkar þrætur.61
Þessa hugsun orðuðu forfeður okkar reyndar enn skýrar: Garður
er granna sættir.
13. Skilvillur Þorsteins Gylfasonar
Hér hefur verið bent á ýmsar missagnir í máli Þorsteins Gylfason-
ar. En hvað veldur því, að þær eru svo margar og miklar? Þar sem
enginn getur brugðið Þorsteini um þekkingarleysi eða skilnings-
skort, er eðlilegasta skýringin sú, að um nokkrar alvarlegar skil-
villur (category mistakes) sé að ræða í ritgerðinni. Heimspeking-
ar kalla þær villur „skilvillur", sem fela það í sér, að hugtök eru
notuð, þar sem þau eiga ekki við. Gilbert Ryle tekur dæmi af
manni, sem kemur til Oxford. Honum er sýnt Bodleian-bóka-
safnið, farið er með hann um nokkra stærstu garðana, hann
heimsækir Ashmolean-safnið, skoðar Sheldonian-fundahúsið og
svo framvegis. Síðan spyr gesturinn: „Þetta er allt gott og blessað.
En hvar er sjálfur háskólinn?“ Gesturinn hefur gert skilvillu.
Hann heldur, að háskólinn sé stofnun í sama skilningi og einstakir
garðar, söfn og fundahús. En háskólinn er, eins og Ryle segir,
miklu fremur sá háttur, sem hafður er á því að samhæfa starfsemi
einstakra háskólastofnana.62 Hugtakið háskóli er í öðrum flokki
en hugtakið háskólabókasafn, og um notkun þess gilda því aðrar
reglur.
Milton Friedman sagði mér annað ágætt dæmi. Honum hafði
verið boðið í ferð til Kínaveldis, og einn daginn snæddi hann há-
degisverð með þeim ráðherra kínversku stjórnarinnar, sem sá um
fjárfestingaráætlanir. Sá ágæti maður sagði honum í óspurðum
fréttum, að hann væri að fara til Bandaríkjanna, og bað hann að
segja sér einhver deili á þarlendum starfsbróður sínum. Friedman
hugsaði sig um og svaraði síðan, að hann gæti helst mælt með
skoðunarferð um kauphöllina í Chicago: þar gæti hann hitt fyrir
„starfsbróður“ sinn. Kínverski ráðherrann hafði auðvitað gert