Skírnir - 01.01.1986, Page 265
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
261
skilvillu. Enginn einn maður stjórnar fjárfestingu í Bandaríkjun-
um, heldur stjórnast hún þar af frjálsum viðskiptum einstaklinga
á venjulegum fjármagnsmarkaði. Blessaður Kínverjinn notaði
sömu hugtökin um það, sem gerðist úti á markaðnum, og hitt,
sem gert væri inni í stofnunum. Hann skildi það alls ekki, að sam-
líf mannanna gæti verið skipulegt án þess að vera skipulagt. Hann
gerði sér enga grein fyrir, að regla gæti komist á, þótt enginn mað-
ur hefði komið henni á. Hann hafði kynnst miðstýringu atvinnu-
lífsins í heimalandi sínu, en hafði ekki hugmynd um, hvað fólst í
sjálfstýringu á markaði.
Ég held, að þrjár skilvillur Þorsteins Gylfasonar villi honum
sýn, svo að gagnrýni hans missi marks. í fyrsta lagi ruglast hann á
seljanlegum (eða að minnsta kosti metanlegum) hæfileikum
manna og siðferðilegum verðleikum. Það, sem Hayek er að reyna
að koma lesendum sínum í skilning um í Frelsisskránni og öðrum
ritum sínum, er, að tekjuskipting á frjálsum markaði ræðst eink-
um af hæfileikum manna til þess að þóknast neytendum - hæfi-
leikum þeirra til að bjóða fram útgengilega vöru eða þjónustu.
Það, sem kemur í minn hlut, ræðst með öðrum orðum af vali ann-
arra. Tekjuskipting á frjálsum markaði er „tekjuskipting sam-
kvæmt almennu vali“.63 Og úthlutun gæða í öðrum leikjum tilver-
unnar ræðst af hæfileikum manna til þess að þóknast dómurum í
þeirn leikjum. í miðstýrðu hagkerfi ræðst tekjuskipting til dæmis
einkum af hæfileikum manna til þess að þóknast yfirboðurum
sínum.
Þorsteinn Gylfason talar um ýmsa eiginleika manna og hæfi-
leika sem verðleika. Hann telur til dæmis vinnusemi sérstakan
verðleika á bls. 170. En kappsamur kynferðisafbrotamaður hefur
enga sérstaka verðleika dugnaðar síns vegna. Það er fremur, að
hann hafi verðleika, ef hann getur stillt sig um að vinna þau verk,
sem hugur hans stendur til. Fangavörður í Karaganda-búðum
austrænna sameignarmanna hefur enga sérstaka verðleika fyrir
það, að hann leggur alúð við störf sín. Þorsteinn fer mörgum orð-
um um það á bls. 172, að Hayek noti verðleikahugtak án þess að
ætla sér það, þar sem hann geri ráð fyrir því, að menn fái goldið
á markaðnum eftir því, hvernig þeim takist að fullnægja þörfum
náunga sinna. „Á mæltu máli merkir þetta auðvitað að mönnum