Skírnir - 01.01.1986, Page 267
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS 263
Þar taka menn ekki við kökubitum, einkunnum, dómum, launum
eða embættum úr höndum einhverra yfirboðara, heldur semja
þeir sín á milli. Þar skiptir forsaga viðskiptanna mestu máli: ef
beitt er ofbeldi eða blekkingum til þess að koma þeim í kring, þá
er um óréttlæti að ræða. Réttlæti úti á markaðnum er forsögu-
réttlæti, eins og Nozick bendir á.65 Þessi kenning Nozicks er síður
en svo ný af nálinni. Jón Þorláksson forsætisráðherra skildi þetta
ágætlega fyrir réttum sextíu árum. Hann sagði í þingræðu árið
1926:
Það er satt best að segja, að ef fara ætti að skipta gæðum milli manna eftir ein-
hverju ímynduðu réttlæti, þá hygg ég, að þyrfti að stinga hendi í margra vasa
og láta í vasa annarra. En auðlegð og fátækt skiptast ekki eftir slíku réttlæti.
Hingað til hefur sá grundvöllur verið látinn nægja, að eignirnar væru fengnar
á löglegan og heiðarlegan hátt.66
í þriðja lagi ruglast Þorsteinn á þeim reglum, sem einstakir
menn hafa sett, og öðrum, sem orðið hafa til við víxlverkun
manna, ef svo má segja, og án þess að neinir einstakir menn hafi
komið þar nærri. Hann skilur það ekki, að eitthvað geti verið
skipulegt án þess að vera skipulagt. Hann botnar ekkert í því, að
regla getur komist á, án þess að nokkur einn maður hafi komið
henni á. Hann áttar sig ekki á því, að eitthvað geti stjórnast af al-
mennum lögmálum, án þess að einstakur maður eða hópur hafi
stjórnað því. Hann hefur ekki vald á sjálfstýringarhugmynd hag-
fræðinnar, en við hana styðst Nozick í lýsingu sinni á þeirri tekju-
skiptingu, sem er afleiðing af viðskiptum einstaklinga á frjálsum
markaði. Samkvæmt kenningu Nozicks skiptir enginn einn mað-
ur tekjum með fólki - tekjurnar skiptast heldur á fólk við frjálsa
samninga. En þar sem Þorsteinn skilur ekki sjálfstýringarhug-
myndina, kemur hann ekki heldur auga á hina ósýnilegu hönd,
sem Adam Smith lýsir,67 en hún leiðir menn, sem aðeins eru að
hugsa um eigin hag, að því að vinna að almannahag, þótt sú hafi
alls ekki verið ætlun þeirra. Þorsteinn Gylfason skilur það ekki
fremur en annar helsti andmælandi frjálshyggjunnar á íslandi,
Birgir Björn Sigurjónsson viðskiptafræðingur, að gróði eins
manns þarf alls ekki að vera tap annars, og hann hamast því gegn
séreignarskipulaginu.68 Þótt einn maður græði á því að slá eign