Skírnir - 01.01.1986, Síða 269
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK hayeks og nozicks 265
við þá Valdimar Lenín, sem stofnaði og stjórnaði alræðisríki og
sendi milljónir mannaút í rauðan dauðann, eðaBrynjólf Bjarna-
son, sem varði þetta alræðisríki með ráðum og dáð? Hvaða frjáls-
hyggjuríki getur Þorsteinn bent á, sem hefur murkað lífið úr tug-
milljónum borgara sinna? Dettur honum í hug að flokka frjáls-
lyndustu stjórnmálamenn okkar daga, svo sem þau Ronald Reag-
an og Margréti Thatcher (en þau hafa bæði orðið fyrir áhrifum af
þeim Hayek og Friedman), með fjöldamorðingjum eins og
Khomeini, Ghaddafi, Pol Pot og hinum rússnesku og kínversku
alræðisherrum okkar daga?
Lítum betur á þennan samanburð. Sú kenning Þorsteins Gylfa-
sonar hefur þegar verið hrakin, að þeir Hayek og Nozick samsami
séreignarrétt og frelsi, þannig að í fræðum þeirra merki frelsið
ekki annað en rétt manna til þess að fara með jarðneska muni
sína. Þeir eru því ekki sekir um þá þýhyggju, sem Þorsteinn ber
upp á þá. En hvað um ætlaða vísindatrú þeirra? Þorsteinn nefnir
eitt dæmi um „vísindatrú“ Hayeks: hann trúi því, að greinarmun-
ur Johns Stuarts Mills á framleiðslu og skiptingu lífsgæðanna sé til
marks um misskilning.71 En þetta er ekki mjög gott dæmi um vís-
indatrú. Menn geta trúað því, að hrekja megi kenningar, án þess
að þeir trúi því, að aðrar kenningar megi sanna. Eru menn
vísindatrúar í skilningi Þorsteins, ef þeir halda, að sumar kenn-
ingar mannvísindanna séu beinlínis rangar? Ef þeir leyfa sér það
til dæmis að efast um ýmsar kenningar félagsfræði og sálfræði
með heimspekilegum rökum og reynslurökum? Það vill reyndar
svo til, að Hayek er efahyggjumaður, jafnvel of mikill efahyggju-
maður að margra dómi,72 enda hefur hann skrifað heila bók gegn
vísindatrú, Gagnbyltingin í vísindunum.1' Þorsteinn hefur sjald-
an hitt á herfilegri öfugmæli en að kenna þann mann við vísinda-
trú, sem reisir alla sína stjórnmálakenningu á sannfæringu um
það, eins og Hayek gerir, að engum einum manni eða hópi manna
sé tiltækur allur sannleikurinn.
En hvað um sögulega efnishyggju þeirra Hayeks og annarra
frjálshyggjumanna? Trúa þeir Hayek því eins og efnishyggju-
menn, að hugmyndir manna ráðist af því hagkerfi, sem þeir búa
við? Öðru nær. Hayek, Friedman og Nozick eru allir, held ég,
sögulegir hughyggjumenn. Þeir trúa því allir, að hugmyndir