Skírnir - 01.01.1986, Page 270
266
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
manna ráði gangi sögunnar, en ekki öfugt. Nærtækast er því til
stuðnings að vitna í fyrirlestra þeirra Hayeks og Friedmans hér á
landi. Hayek prédikaði það fyrir íslendingum, að breyta yrði hug-
myndum menntamannanna, ef menn ætluðu að gera sér vonir um
að breyta stjórnmálaþróuninni.74 Og Friedman sagði aðspurður á
hádegisverðarfundi sínum 1. september 1984: „Kjarni málsins er
sá, sem við Hayek og Buchanan erum allir sammála um, að hug-
myndirnar ráða úrslitum, þegar til langs tíma er litið, og að þess
vegna verða frjálshyggjumenn að einbeita sér að því að breyta
þeim.“75 Því fer víðs fjarri, að þeir Hayek og Friedman aðhyllist
sögulega efnishyggju í skilningi Marx og Þorsteins Gylfasonar.
Þeir Hayek og Friedman eru hins vegar þeirrar skoðunar, að
markaðskerfið sé nauðsynlegt skilyrði fyrir einstaklingsfrelsi. Ég
á bágt með að sjá, hvernig sú skoðun kemur sögulegri efnishyggju
við, en að minnsta kosti er mikill munur á þeirri skoðun og hinni,
að markaðskerfi hljóti alltaf að hafa í för með sér einstaklings-
frelsi.
Freistandi er að benda á það í umræðum um samanburðarfræði
Þorsteins Gylfasonar, hversu miklu nær hann er alræðissinnum
frá fræðilegu sjónarmiði séð en þeir Hayek, Friedman og Nozick.
í fyrsta lagi virðist hann þýhyggjumaður í þeim skilningi, að hann
telur frelsisskerðingu réttmæta, ef hún er framkvæmd í nafni
verðleika. í öðru lagi sýnist hann sögulegur efnishyggjumaður,
þar eð hann reynir að skírskota til einhverra hagsmuna, sem
frjálshyggjumenn hafi af skoðunum sínum. Um rök Hayeks skrif-
ar hann til dæmis á bls. 172: „Með þessu móti verður markaðs-
þjóðfélagið sjálfkrafa að réttlátu þjóðfélagi, sem er ábyggilega
fremur notaleg skoðun, ekki sízt ef menn búa í slíku þjóðfélagi og
gera það gott.“ Það er rétt, sem Matthías skáld Johannessen
bendir á í ritgerð sinni í Frelsinu 1985, að þetta minnir á þann
hátt, sem marxverjar hafa á því að ræða um andstæðinga sína.76
Og í þriðja lagi býst Þorsteinn samkvæmt „sannmæliskenningu“
sinni við því, að sannleikurinn um hvern mann sé tiltækur, en
hvað er það annað en argasta vísindatrú? Ég er því hræddur um,
að þessi vopn Þorsteins Gylfasonar snúist heldur betur í höndun-
um á honum, en óneitanlega eiga mælskubrögð hans fremur